Skráning á formannafund og athugasemdir við drög að stefnu

9.3.2011

Ágæti formaður

Meðfylgjandi er dagskrá formannafundarins sem haldinn verður laugardaginn 26. mars næstkomandi í Von, Efstaleiti 7.

Skráning á fundinn fer fram á heimasíðunni

Þau ykkar sem þurfa flug til Reykjavíkur hafið vinsamlegast samband við Þórdísi - thordis@redcross.is. Herbergi hafa verið tekin frá á Hótel Lind á Rauðarárstíg aðfaranótt laugardagsins. Best er að hafa samband beint við hótelið í síma 562 3350 eða með tölvupósti bokun@fosshotel.is.

Ég minni einnig á að óskað er eftir athugasemdum frá deildum við ný drög að stefnu félagsins fyrir 14. mars.

Dagskrá:
09:30     Setning og skipan fundarstjóra og fundarritara
09:40     Erindi um samstarf stjórnvalda við Rauða krossinn og væntingar til hans
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri og fyrrverandi dóms- og mannréttindaráðherra
10:15     Kaffihlé
10:45     Samdráttur í tekjum frá Íslandsspilum
Jóhannes Rúnar Jóhannesson, formaður stjórnar Íslandsspila
11:10     Viðbrögð við þrengingum í rekstrarumverfi
Einar Sigurðsson, gjaldkeri Rauða kross Íslands
11:45     Hádegishlé með léttum hádegisverði í Efstaleiti 9
12:45     Stefna Rauða kross Íslands til 2020
Anna Stefánsdóttir, formaður
14:00     Kaffihlé
14:30     Samantekt á niðurstöðum úr vinnuhópunum
15:00     Stutt skýrsla frá vinnuhópi um einstaklingsaðstoð
Sólveig Reynisdóttir, formaður vinnuhópsins
15:15     Stutt skýrsla frá vinnuhópi um fatasöfnun
Halldór Snjólaugsson, formaður vinnuhópsins
15:30     Önnur mál og síðan fundarslit

Með bestu kveðjum,
Kristján Sturluson