Fundarboð vegna formannafundar, kjörnefnd og ný stefna.

2.3.2011

Ágætu Rauða kross félagar.

Formannafundur
Formannafundur Rauða kross Íslands verður haldinn laugardaginn 26. mars næstkomandi í Von (hús SÁÁ), Efstaleiti 7. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
09:30 Setning og skipan fundarstjóra og fundarritara.
09:40 Samstarf við Rauða krossinn og væntingar til hans
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri og fyrrverandi dóms- og mannréttindaráðherra
10:15 Kaffihlé
10:45 Þróun í tekjum Íslandsspila og horfur í nánustu framtíð
Jóhannes Rúnar Jóhannesson, formaður stjórnar Íslandsspila
11:10 Viðbrögð við þrengingum í rekstrarumhverfi
Einar Sigurðsson, gjaldkeri Rauða kross Íslands
11:45 Hádegishlé með léttum hádegisverði í Efstaleiti 9.
12:45 Stefna Rauða kross Íslands til 2020.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands
Vinnuhópar um áherslur í stefnunni.
14:00 Kaffihlé
14:30 Samantekt á niðurstöðum úr vinnuhópunum.
15:00 Stutt skýrsla frá vinnuhópi um einstaklingsaðstoð.
Sólveig Reynisdóttir, formaður vinnuhópsins
15:15 Stutt skýrsla frá vinnuhópi um fatasöfnun.
Stefán Yngvason, formaður vinnuhópsins
15:30 Önnur mál og síðan fundarslit

Kjörnefnd
Í samræmi við lög Rauða kross Íslands hefur stjórn skipað kjörnefnd til að undirbúa kosningu stjórnar- og skoðunarmanna á aðalfundi 21. maí. Hægt er að hafa samband við kjörnefnd í gegnum heimasíðu félagsins <raudikrossinn.is>, eða með því að hafa samband við formann kjörnefndar fyrir 21. mars næstkomandi. Í kjörnefnd sitja Pálín Dögg Helgadóttir Hafnarfjarðardeild, en hún er jafnframt formaður nefndarinnar (netfang: palindogg@gmail.com), Árni Þorgilsson Rangárvallasýsludeild og Katrín Matthíasdóttir Garðabæjardeild.

Ný stefna
Ég minni einnig á að eins og fram kom í bréfi til formanna 23. febrúar er óskað eftir að deildir skili athugasemdum við drög að nýrri stefnu fyrir 14. mars næstkomandi.

Með bestu kveðju,

Kristján Sturluson