Drög að stefnu Rauða kross Íslands

24.2.2011

Ágæti formaður

Eins og þér er kunnugt samþykkti stjórn Rauða kross Íslands í lok janúar á síðasta ári að skipa starfshóp sem ynni tillögur að nýrri stefnu fyrir félagið, með hliðsjón af nýsamþykktri stefnu Alþjóðasambandsins til ársins 2020.

Svæðisráð skipuðu hver sinn fulltrúa í starfshópinn en auk þess sitja í hópnum formaður félagsins ásamt öðrum fulltrúa stjórnar, framkvæmdastjóri, fulltrúi URKÍ og fulltrúi utan félags. Starfshópurinn hefur haldið fjölmarga fundi með deildum um land allt og mikill fjöldi sjálfboðaliða hefur komið að stefnumótuninni.

Meðfylgjandi eru drög að nýrri stefnu. Óskað er eftir að deildir skili inn athugasemdum við hana fyrir 14. mars. Gert er ráð fyrir að drög að stefnunni verði rædd á formannafundi þann 26. mars og tillaga að nýrri stefnu síðan lögð fyrir aðalfund í maí.

Stefna Rauða kross Íslands

Með bestu kveðjum,

Kristján Sturluson