Landsfundur URKÍ laugardaginn 31. mars

29.2.2012

Landsfundur Ungmennahreyfingarinnar verður haldinn laugardaginn 31. mars 2012 frá klukkan 13:00-15:00 í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, Reykjavík.

Stjórn URKÍ bindur miklar vonir við að fundinn sæki sem flestir ungir sjálfboðaliðar af öllu landinu svo ákvarðanir og umræður landsfundar endurspegli viðhorf sem flestra meðlima hreyfingarinnar.

Nánar um fundinn

Fyrir hönd stjórnar URKÍ
Margrét Inga Guðmundsdóttir, formaður