Kjörnefnd vegna aðalfundar og könnun meðal deilda

15.2.2012

Ágæti formaður.

Ég vil vekja athygli á tveimur málum í þessum pósti.

Kjörnefnd.
Stjórn Rauða kross Íslands skipaði á síðasta fundi sínum, í samræmi við 5. gr. laga félagsins, kjörnefnd til að undirbúa kosningu stjórnar og skoðunarmanna á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í Reykjavík þann 19. maí næstkomandi. Í kjörnefndinni eiga sæti Árni Þorgilsson formaður Rangárvallasýsludeildar (og er hann formaður kjörnefndar), Helga Gísladóttir formaður Vestur-Barðastrandasýsludeildar og Margrét Inga Guðmundsdóttir formaður URKÍ. Tillögum um stjórnarfólk og skoðunarmenn er hægt koma til kjörnefndar með því að fylla út form sem er að finna á heimasíðu félagsins, <raudikrossinn.is> fyrir 20. mars næstkomandi eða með því að senda tölvupóst á formann kjörnefndarinnar, <arni@hvolsvollur.is> fyrir sama tíma.

Könnun.
Nú í vikunni verður send út könnun til deilda. Henni er ætlað að kanna hvernig þjónustu deildir vilja helst fá frá landsskrifstofu þegar kemur að því að skipuleggja deildastarfið og fylgja eftir stefnu félagsins. Könnunin er gerð með það í huga að landsskrifstofan geti stutt sem best við starf deilda og fái upplýsingar um hvernig er best að haga vinnubrögðum og áherslum miðað við þarfir þeirra. Könnunin er send á formenn og framkvæmdastjóra deilda.


Með góðri kveðju,

Kristján