Heimsóknavinir-könnun

15.1.2016

 Ágætu formenn

Heimsóknavinaverkefnið hefur verið í gangi í núverandi mynd frá því um aldamót. Því þykir okkur kominn tími til að gera úttekt á verkefninu og verður fenginn utanaðkomandi aðila til að vinna það verk. Áður en við ráðum úttektaraðila viljum við vinna ákveðna forvinnu með deildunum og leitum því til ykkar eftir upplýsingum.

Meðfylgjandi er slóð á skráningarskjal sem við viljum biðja ykkur sem eruð eða hafið verið í verkefninu að fylla út.  Þær deildir sem hafa hætt í heimsóknavinaverkefninu svara bara annarri og þriðju spurningunni; hvers vegna hætt var.

Einnig viljum við biðja deildir um að senda á netfangið ingibjorge@redcross.is þau eyðublöð sem deildir nota til að skipuleggja og halda utanum verkefnið.

Biðjum við ykkur vinsamlegast að ljúka þessu nú fyrir 25. janúar.