Slys og veikindi barna

Rauði krossinn bíður upp á  5-6 kennslustunda (4 klukkustunda) námskeið um  viðbrögð við veikindum eða slysum á börnum. Námskeiðið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna einnig starfsmönnum stofnanna s.s. leikskóla og frístundaheimila sem sinna börnum undir 14 ára aldri.

Á námskeiðunum er einkum lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar og viðbrögð við algengum slysum og veikindum barna. Ef námskeið er haldið fyrir starfsmenn stofnanna, er auk þess fjallað um ýmislegt er varðar almenna umsjón með öryggismálum innan stofnanna.

Námskeiðið Slys og veikindi barna kenna eingöngu þeir leiðbeinendur sem hafa fengið sérstaka þjálfun á vegum Rauða krossins.

Námsefni
Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun 2012”, bæklingurinn og veggspjaldið „Getur þú hjálpað þegar á reynir?”,

Kennsluleiðbeiningar
Í kennsluleiðbeiningunum er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um námskeiðið og kennsluleiðbeiningar fyrir leiðbeinendur.

Kennsluleiðbeiningar

Námskrá / foreldranámskeið

Námskrá / leikskólar

Fyrirlestrar frá leiðbeinendanámskeiðinu 2007
Slysavarnir : Sigrún A. Þorsteinsdóttir sviðsstjóri slysavarnarsviðs hjá Landsbjörgu
Tíðni og orsakir slysa á börnum : Rósa Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri slysavarna hjá Lýðheilsustöð
Slysavarnir barna, þroskastig : Rósa Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri slysavarna hjá Lýðheilsustöð
Sálrænn stuðningur : Jóhann Thoroddsen sálfræðingur Rauða krossi Íslands

Skráning þátttakenda
Nauðsynlegt er að skrá námskeið og þátttakendur í salesforce skráningarkerfið eða á skráningarvef námskeiða á leiðbeinendavef.

Viðurkenningar
Rauði krossinn viðurkennir þátttöku á námskeiðinu að því tilskildu að allt námskeiðið sé sótt. Viðurkenning kostar 500 kr.

Fylgiskjöl  í PDF formati
Gátlisti
Viðbragðsáætlun vegna minni háttar slysa
Viðbragðsáætlun vegna meiri háttar slysa
Slysaskráningarblað
Skráningablað / bráðaupplýsingar

Nánari upplýsingar: [email protected]