Kynning á Rauða krossinum

Samkvæmt stefnu skal félagið kynna og breiða út grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar og hafa fjölmargar deildir það á stefnuskrá sinni.

Hér er að finna ýmis konar fræðsluefni sem tilvalið er að styðjast við þegar halda á kynningar á starfi félagsins fyrir almenningi og markhópum, sjálfboðaliðum, grunn- og framhaldsskólum eða leikskólum. Einnig má hér finna ýmis konar hjálpargögn við kynningar, eins og myndir á YouTube, bæklinga og glærusnið.

Veggspjald með grundvallarhugsjónum.

Bæklingar til dreifingar. Bæklingar eru ekki á lager, heldur prentaðir jafnóðum. Deildir geta fengið hjálp við að laga þá að sínu verkefni eða fengið útprentaða bæklinga eftir þörfum, sendið póst á [email protected]

Kynning í powerpoint.  Almenn kynning á sögu og starfi Rauða krossins . Glærur sem nota má til stuðnings við kynningar eða í heild sinni.

Glærusnið fyrir PowerPoint kynningu. - Hægt er að breyta forsíðumyndinni með því að fara í Home - Layout

The story of an Idea - Enskur texti um sögu og starf Rauða krossins. Hægt er að nota textann eins og hver vill ef verið er að útbúa kynningarefni á ensku. Textinn er tekinn úr enska grunnnámskeiðinu.
Kynningarmynd Rauða krossins

https://www.youtube.com/watch?v=ZtDgtt40XuM

Teiknimyndin um Henry Dunant og upphaf Rauða krossins
https://www.youtube.com/watch?v=bYDD7MKAjH0

Eldra kynningnarmyndband

https://www.youtube.com/watch?v=8GLvnFWZ6l4


Leikskólar
Rauði krossinn og Ríkissjónvarpið gerðu samning um að vinna efni upp úr fræðsluefninu „Hjálpfús heimsækir leikskólann.”  Gerðir voru 14 þættir sem sýndir voru í Stundinni okkar. Hægt er að horfa á þá á hér

https://www.youtube.com/watch?v=DlO7hcQyWPM
Vertu næs
https://www.youtube.com/watch?v=ZdRkX0NjyXY

Frá kynningarviku árið 2016
Fræðsla um fordóma (glærur)
Fræðsla um fordóma (PDF)