Stjórnarfundur 17.12.2015

12.2.2016

Fundurinn er númer 12 hjá núverandi stjórn og númer 995 frá upphafi.

Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Gísli Friðriksson,Hrund Snorradóttir, Margrét Vagnsdóttur, Oddrún Kristjánsdóttir, Ragna Árnadóttir og Sigrún Árnadóttir, Ívar Kristinsson. Þóra Björk Nikulásdóttir, Jónas Sigurðsson og Halldór Valdimarsson í síma. Helgi Ívarsson boðaði forföll.
Dögg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri, sem ritaði fundargerð.

Gengið til dagskrár kl. 16.10.

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1. Fundargerð stjórnarfundar frá 31. október
Samþykkt.

2. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 1. desember
Samþykkt.

3. Yfirlit um verkefni sviða

Formaður fór yfir verkefnayfirlit sviðanna fyrir síðustu vikur
og upplýsti um helstu atriði. Formaður benti á að tilvalið væri að úrdráttur úr verkefnaskýrslum sviða yrði birtur á vef félagsins til upplýsinga og stjórn óskaði eftir að það yrði gert framvegis.

4. Fundir Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf
Formaður fór yfir fundina og greindi frá helstu atriðum frá þeim.

Þóra Björk og Ragna mættu á fundinn kl. 16.30.

5. Heit stjórnvalda og Rauða krossins á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins
Formaður upplýsti að heitin hefðu verið undirrituð 10. desember síðastliðinn á alþjóðaráðstefnunni. Stjórnin ákvað að Rauði krossinn myndi fara yfir heitin og skoða
hvernig staðið hefur verið við þá þætti sem snúa að félaginu.

6. Ráðning framkvæmdastjóra

Formaður fór yfir ferlið við mat á umsækjendum og kynnti þá þrjá umsækjendur sem sköruðu fram úr. Valnefndin gerði tillögu um að einn þeirra, Kristín S. Hjálmtýsdóttirm, yrði ráðinn framkvæmdastjóri.
Stjórnin samþykkti einróma að bjóða Kristínu starf framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Jónas Sigurðsson yfirgaf fundinn kl. 17.10.

7. Verkefnasjóður –síðari úthlutun 2016

Stefán Yngvason, formaður Verkefnasjóðs, kynnti síðari úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2016. Stjórnin samþykkti úthlutunina.

8. Móttaka flóttamanna

Formaður upplýsti um stöðu mála varðandi samninga við ríkið um móttöku flóttamanna.

9. Samningaviðræður við ríkið um sjúkrabíla
Formaður upplýsti um stöðu mála varðandi samninga við ríkið um sjúkrabíla.

10. Aðalfundur 2016
Formaður gerði tillögu um að aðalfundur 2016 yrði haldinn 21. maí. Stjórnin samþykkti tillöguna.

11. Endurskoðun laga, stefnu 2020 og tekjuskiptingar
Formaður fór yfir þá vinnu sem ráðast þarf í vegna endurskoðunar laga, stefnu 2020 og tekjuskiptingar fyrir aðalfund.Varðandi lögin var gerð tillaga um að kanna þyrfti lagastöðu sjálfboðaliða ef þeim finnst á sér brotið innan félagsins. Stjórnin samþykkti tillöguna. Nýjum framkvæmdastjóra var falið að setja af stað vinnu við endurskoðun stefnunnar 2020 og tekjuskiptingarinnar fyrir febrúar. Stjórnin mun tilnefna í vinnuhópa sem munu svo sjá um endurskoðunina.

12. Tímaplan fyrir stjórnarfundi
Stjórnin ákvað fresta ákvörðun um tímaplan fram í janúar og að næsti stjórnarfundur verði 8. janúar.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir kom inn á fundinn kl. 17.15 og var henni formlega boðið starf framkvæmdastjóra. Hún þáði boðið og bauð stjórnin hana hjartanlega velkomna sem nýr framkvæmdastjóri.

Þóra Björk yfirgaf fundinn kl. 17.56.

13. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl.18.02