Stjórnarfundur 27.11.2009

3.12.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 27. nóvember kl. 16:15 í Efstaleiti 9.  Þetta var 6. fundur stjórnar og sá 929. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Pálín Dögg Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Stefán Yngvas6n og Gísli Pálsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.  Sviðsstjórarnir Helga G. Halldórsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Þórir Guðmundsson sátu fund undir öðrum dagskrárlið. Sama gerði Guðmundur Jóhannsson sviðsstjóri fjármálasviðs en hann sat einnig fundinn undir þriðja og fjórða lið.

1.    Fundargerð stjórnarfundar 17. október. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2.    Framkvæmdaáætlun 2010. Formaður bauð sviðsstjóra velkomna til fundar.  Framkvæmdastjóri kynnti megináherslur í tillögu að framkvæmdaáætlun vegna næsta árs sem tekur vitaskuld sérstaklega mið af óvenjulegum aðstæðum í þjóðfélaginu.  Sviðsstjórar fóru yfir helstu áherslur sviða sinna.  Umræður urðu um þau verkefni sem unnið er að og svöruðu sviðsstjórar fyrirspurnum stjórnarfólks.  Formaður þakkaði sviðsstjórum og öðru starfsfólki fyrir góða vinnu við framkvæmdaáætlun og tók stjórnarfólk undir það.

3.    Fjárhagsáætlun 2010. Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri fjármálasviðs fóru yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 sem stjórn ræddi.  Gert er ráð fyrir allt að 30 milljóna króna halla í áætluninni en enn eru nokkrir óvissuþættir sem munu ráðast af ákvörðunum í fjárlögum þ.e. tryggingagjald og fjármagnstekju- skattur. Miklar umræður urðu um fjárhagsáætlun, meðal annars um varasjóð.

Anh-Dao yfirgaf fund kl. 19:40 og Gísli kl. 20:05.

Formaður vék út af dagskrá og tók fyrir 5. mál.

4.    Fundir alþjóðarhreyfingarinnar. Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá helstu niðurstöðum fundanna sem fram fóru í Naíróbí síðustu daga.

5.    Samningur við Auði Capital. Framkvæmdastjóri óskaði eftir umboði stjórnar til að semja við Auði Capital um fjárvörslu. Vextir af bankareikningum eru lágir og leita verður fleiri leiða um ávöxtun fjármuna. Auður Capital hefur góðan feril hvað varðar örugga en góða ávöxtun.  Stjórn samþykkti og skrifaði undir umboð til stjórnar um fjárvörslu hjá Auði Capital sem samræmist  fjárfestingarstefnu félagsins.


6.    Önnur mál. 
i.    Drög að lögum um Rauða kross Íslands.  Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt: ”Stjórn Rauða kross Íslands samþykkir, í tilefni af 60 ára afmæli Genfarsamninganna og í samræmi við áheit ríkisstjórnar Íslands og Rauða kross Íslands á 29. Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins árið 2003, að óska eftir því við utanríkisráðherra að hann leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga um Rauða kross Íslands og merki rauða krossins, rauða hálfmánans og rauða kristalsins í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar sem Íslands hefur undirgengist.”

ii.    Hátíðarmatur í Efstaleiti.  Framkvæmdastjóri bauð stjórn til árlegs jólamatar föstudaginn 18. desember.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:10.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir.