Stjórnarfundur 16.okt.2009

19.10.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS     FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 16. október kl. 16:15 í Efstaleiti 9.  Þetta var 5. fundur stjórnar og sá 928. frá upphafi.
 
Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Pálín Dögg Helgadóttir. Forföll boðuðu Esther Brune, Einar Sigurðsson, Gísli Pálsson, Halldór U. Snjólaugsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1. Tillögur stjórnar Verkefnasjóðs um úthlutun vegna 2010. Lagt fram minnisblað og formaður Verkefnasjóðs fór yfir umsóknir í sjóðinn. Afgreiðslu frestað.

2. Umsögn Ráðgjafarhóps innflytjenda um umsóknir um fjárveitingu vegna innflytjendaverkefna deilda. Lagt fram minnisblað ráðgjafarhóps um innflytjendamál. Hópurinn mælti með þremur af fjórum verkefnum Akranesdeildar. Hópurinn mælti ekki með umsókn Garðabæjardeildar. Afgreiðslu frestað.

3. Rauðakrossvikan. Lagt fram minnisblað og formaður greindi frá heimsókn hennar og framkvæmdastjóra með forseta Íslands til deilda. Allt kynningarstarf vikunnar hefur gengið vel og höfðu á 6. hundrað manns skráð sig sem sjálfboðaliða í dag og má búast við fleirum á næstu dögum og vikum samkvæmt fyrri reynslu.

4. Tillaga frá vinnuhópi um sjúkrabíla. Lagt fram minnisblað vinnuhóps þar sem lagt er til við stjórn að taka upp viðræður við ríkið um nýjan samning um rekstur sjúkrabíla. Stefnt verði að því að halda verkefninu áfram en leggja því ekki til meira fé árlega en nú er gert (um 20 m kr.) og tryggt verði að þjónusta standist áfram kröfur varðandi gæði og öryggi um allt land.  Afgreiðslu frestað.

5. Stuðningur við deildir vegna einstaklingsaðstoðar í desember. Lagt fram minnisblað þar sem lagt er til að sami háttur verði hafður á fyrirkomulagi einstaklingsaðstoðar og síðasta ár, þ.e. að leggja deildum til allt að 20 milljónir kr. úr neyðarsjóði félagsins. Einnig að neyðarsjóðurinn muni minnka sem því nemur. Aðstoðin skiptist milli deilda á sama  hátt og fyrir síðustu jól. Afgreiðslu frestað.

6. Önnur mál.
i. Formaður minnti á starfsdag stjórnar kl. 9:00 á morgun. Fundað verður til kl. 15:00 og síðan haldið á Höfðatún í myndatöku á rauðum krossi.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:00
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir.