Stjórnarfundur 27.01.2012

1.2.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 27. janúar 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 8. fundur stjórnar og sá 955. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir,  Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu: Ágústa Ósk Aronsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Halldór Snjólaugsson, Sigríður Magnúsdóttir og Sólveig Reynisdóttir. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.
1.    Innlegg frá stýrihópnum „RKÍ – eitt félag“. Formaður bauð fulltrúa  stýrihópsins velkomna og þeir gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið.
Fulltrúar stýrihópsins viku af fundi

2.    Skipan kjörnefndar. Samþykkt tillaga um að Árni Þorgilsson, Rangárvallasýsludeild verði formaður kjörnefndar og með honum í nefndinni verði Helga Gísladóttir,Vestur-Barðastrandasýsludeild og Margrét Inga Guðmundsdóttir formaður URKÍ.

3.    Dagskrá formannafundar. Drög að dagskrá formannafundar kynnt. Viðfangsefni fundarins verða skipulagsmál og lagabreytingar.  Dagskrá formannafundar samþykkt.

Einar kemur til fundar

4.    Dagskrá málefnaþings. Lögð fram tillaga að dagskrá málefnaþings en þema þingsins verður „Endurreisn eftir áföll“. Rammi að dagskrá málefnaþingsins samþykktur.

5.    Samningur um hjálparlið almannavarna. Samningurinn var samþykktur af stjórn á síðasta ári og gert er ráð fyrir að hann verði undirritaður á 112 deginum, þann 11. febrúar n.k. Samningstextinn samþykktur með breytingum.

6.    Sjúkraflutningar. Samningaviðræður við ríkið ganga hægt. Ákveðið hefur verið að boða samráðsfund um málið með deildum laugardaginn 28. janúar  þar sem m.a. verða ræddar tillögur ríkisins um fækkun bíla, akstur og aldur þeirra sem og þann möguleika að félagið segi sig frá rekstri sjúkrabíla.

7.    Vin. Lögð fram drög að samningi um rekstur Vinjar til næstu þriggja ára. Samningurinn er á milli Rauða krossins, velferðarráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Vinafélags Vinjar. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

8.    Leiðbeiningar um framkvæmd stefnu. Drög að leiðbeiningum lögð fram og rædd. Framkvæmdastjóra falið að ljúka vinnunni.

9.    Göngum til góðs. Lagt fram minnisblað. Hugmyndir að breytingu á þema (frá framkvæmdaáætlun) og nýjar leiðir í framkvæmd söfnunarinnar kynntar. Stjórn samþykkti „Börn í neyð“ sem nýtt þema og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

10.    Önnur mál.

i.    Sjálfboðaliðavefur opnaður. Framkvæmdastjóri tilkynnti um opnun sjálfboðaliðavefjar fyrir almenningi.

ii.    Ímynd Íslandsspila. Til stendur að fulltrúar eigenda taki þátt í rýnihópi Íslandsspila sem í sitji framkvæmdastjórar félaganna og fulltrúar úr stjórnum. Stjórn ákveður að tilnefna Stefán Yngvason.

iii.    Einstaklingsaðstoð og fjölmiðlaumfjöllun. Lögð fram minnisblöð.

iv.    Súgandafjarðardeild. Stjórn ákvað að framlag til húsnæðiskaupa sem samþykkt var árið 2003 og ekki nýtt, renni í verkefnasjóð

v.    Rauðakrosshúsið í Borgartúni. Fulltrúar notenda hússins hafa fundað með framkvæmdastjóra og lýst yfir óánægju sinni með lokun hússins.

vi.    Ungmennamál.  Jón Þorsteinn tók upp umræðu um URKÍ og tilgang þess. Formaður benti á að tveir fullrúar URKÍ sætu í stjórn. Málið verður tekið fyrir á stjórnarfundi og fulltrúar URKÍ boðaðir til umræðna.

vii.    Fundardagskrá. Stjórn ræðir uppsetningu funda á vormisseri til að setja á stjórnarfund án stjórnenda og ræða innra starf stjórnar og landsskrifstofu.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10
Fundargerð rituðu Aðalheiður Birgisdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson