Stjórnarfundur 25.09.2009

29.9.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                 FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 25. september kl. 16:15 í húsnæði Íslandsspila.  Þetta var 4. fundur stjórnar og sá 927. frá upphafi.
   
Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Pálín Dögg Helgadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu Esther Brune, Gísli Pálsson og Sigríður Magnúsdóttir. Einnig sat fundinn Guðmundur Jóhannsson fjármálastjóri í fjarveru Kristjáns Sturlusonar framkvæmdastjóra
Jóhannes R. Jóhannsson stjórnarformaður Íslandsspila og Magnús Snæbjörnsson framkvæmdastjóri sátu fundinn undir fyrsta dagskrárlið.

Áður en gengið var til dagskrár las formaður upp svohljóðandi bréf frá Þórdísi Magnúsdóttur: “Af persónulegum ástæðum óska ég undirrituð Þórdís Magnúsdóttir, Kjarrheiði 10, Hveragerði eftir lausn frá störfum í stjórn Rauða kross Íslands. Bestu þakkir fyrir samstarf liðinna ára.”
Formaður þakkaði að því búnu Þórdísi fyrir gott samstarf í stjórn félagsins og árnaði henni alls hins besta í framtíðinni. Tók stjórnarfólk undir þá það.

1.    Kynning á Íslandsspilum. Jóhannes og Magnús kynntu fyrirtækið og fóru yfir stöðuna og framtíðarhorfur. 

Stefán Yngvason yfirgaf fundinn og Anh-Dao Tran mætti til fundar.

2.    Rauðakrossvikan. Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra um tilhögun vikunnar.

3.    Skipan stjórnar Verkefnasjóðs. Sjóðsstjórnin var skipuð til tveggja ára sl. haust. Þór Gíslason var formaður stjórnar Verkefnasjóðs en er ekki lengur í stjórn Rauða krossins. Þá sat Stefán Yngvason í sjóðsstjórninni sem fulltrúi frá deild en hann hefur tekið sæti í stjórn félagsins.  Að tillögu formanns var samþykkt að Pálín Helgadóttir yrði formaður sjóðsstjórnar, Stefán Yngvason sæti þar frá stjórn félagsins, Sigrún Camilla Cecilsdóttir í Ísafjarðardeild situr áfram og síðan tæki Einar Óli Fossdal, formaður A-Húnavatnssýsludeildar sæti í stjórninni. Þannig skipuð mun stjórnin sitja til næsta hausts.


4.    Fjárhagsleg staða. Guðmundur Jóhannsson gerði grein fyrir útliti varðandi fjárhag félagsins á næsta ári. Ljóst er að tekjur félagsins dragast verulega saman á næsta ári, mun meira en ráð hafði verið fyrir gert. Grípa þarf til ráðstafana í rekstri félagsins til að takast á við þessa stöðu. Verður það rætt á vinnufundi stjórnar þann 17. október næstkomandi.

5.    Önnur mál.
i.    Tölvupóstur frá stjórn Kópavogsdeildar um Rauðakrossvikuna, dags. 8. september ræddur. Formanni og framkvæmdastjóri falið að svara stjórn.
ii.    Formaður kynnti skipan Ráðgjafarhóps innflytjenda í samræmi við umboð sem henni var gefið á fundi stjórnar þann 28. ágúst.
iii.    Formaður tilkynnti að ákveðið hefði verið að stinga upp á Úlfari Haukssyni í fjármálanefnd Alþjóðasambandsins

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:20
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir.