Fundargerð stjórnar 5. júní.2009

11.6.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                 FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 5. júní kl. 16:15 í Efstaleiti 9.  Þetta var 2. fundur stjórnar og sá 925. frá upphafi.
   
Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir og Sólveig Reynisdóttir. Forföll boðuðu Stefán Yngvason, Þórdís Magnúsdóttir, Esther Brune, Gísli Pálsson og Pálín Dögg Helgadóttir. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. 

1.    Aðalfundur. Lagt fram minnisblað um framkvæmd aðalfundarins í Vík í Mýrdal og þær athugasemdir sem fram komu á fundinum. Stjórnarmenn almennt ánægðir með fundinn og framkvæmd hans. Framkvæmdastjóra falið að gera tillögur um breytingar sem nauðsynlegar þykja fyrir næsta aðalfund.

2.    Sjúkraflutningar. Lagt fram minnisblað um sjúkraflutninga og aðkomu Rauða krossins að þeim í framtíðinni en samningur við ríkið um sjúkraflutninga rennur út í lok næsta árs. Formaður gerði tillögu um að setja á stofn vinnuhóp til að fara yfir samningsmarkmið og skila skýrslu til stjórnar á fundi í desember. Hópinn skipi Einar Sigurðsson (sem verði formaður hópsins), Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Yngvason, Guðmundur Jóhannsson og Kristján Sturluson. Tillagan samþykkt.

3.    Rauðakrosshúsið. Minnisblað um Rauðakrosshúsið lagt fram. Húsið, sem var samþykkt sem tilraunaverkefni til sex mánaða, hefur verið starfrækt í þrjá mánuði og taka þarf ákvörðun um áframhaldandi rekstur. Stöðugur stígandi hefur verið í starfsemi hússins undanfarnar vikur. Stjórn samþykkti að tryggja rekstur Rauðakrosshússins fram til vors 2010.

4.    Endurskoðuð áætlun. Framkvæmdastjóri fór yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að halli á rekstri ársins verði 41,9 milljónir. Áætlunin samþykkt.

Einar vék af fundi kl. 17:40.

5.    Starfshættir stjórnar. Formaður ræddi starfshætti stjórnar, meðal annars með hliðsjón af nýrri umhverfisstefnu félagsins. Einnig lagt fram minnisblað um endurgreiðslu ferða- og fundakostnaðar stjórnarfólks. Stjórn samþykkti reglur um endurgreiðslu.

6.    Fundadagskrá ágúst 2009 til júní 2010. Lögð fram áætlun með dagsetningum stjórnarfunda næsta starfsár. Áætlunin samþykkt.

7.    Önnur mál.
i.    Undirritun nýrra stjórnarmanna skv. 7. grein laga félagsins.
ii.    Birting laga. Framkvæmdastjóri kynnti framsetningu á nýjum lögum. Einungis verður prentað eitt eintak fyrir hverja deild félagsins. Samþykkt var að framvegis verði lög félagsins ekki prentuð en verði í prentvænni útgáfu á vef Rauða krossins.
iii.    Rannsókn á stöðu innflytjenda. Helstu niðurstöður um rannsóknina kynntar.
iv.    Kynningarvikan. Minnisblað um Rauðakrossvikuna lagt fram og kynnt.
v.    Breyttar verklagsreglur vegna innflytjendaverkefna.  Stjórn samþykkti breyttar reglur um úthlutanir vegna innflytjendaverkefna deilda.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.18:56
Fundargerð ritaði Sólveig Hildur Björnsdóttir