Stjórnarfundur 16. maí

19.5.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                 FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands laugardaginn 16. maí kl. 18:00 í Vík í Mýrdal. Þetta var 1. fundur stjórnar og sá 924. frá upphafi.
   
Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Stefán Yngvason og Þórdís Magnúsdóttir og varamennirnir: Gísli Pálsson og Pálín Dögg Helgadóttir.  Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. 

Formaður setti fund og bauð nýtt stjórnarfólk, þau Gísla Pálsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorstein Sigurðsson, Sólveigu Reynisdóttir og Stefán Yngvason velkomin.

1.    Stjórn skiptir með sér verkum.  Anna gerði tillögu um að Gunnar Frímannsson yrði áfram varaformaður stjórnar og Sigríður Magnúsdóttir áfram ritari. Þá gerði hún tillögu um Einar Sigurðsson sem gjaldkera stjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða.
2.    Skipun framkvæmdaráðs. Formaður gerði tillögu um að ásamt henni tækju Gunnar og Sigríður sæti í framkvæmdaráði og Einar yrði varamaður.  Tillagan samþykkt samhljóða.
3.    Önnur mál.
i.    Kort til kynningar á 1717. Dreift var sýnishorni af korti með upplýsingum um Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem Rauði krossinn og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hyggjast setja í dreifingu og Rauði krossinn mun síðan dreifa annars staðar. Kortið verður afhent leikmönnum sem koma að og/eða aðstoða á slysavettvangi. Stjórn lýsti ánægju með verkefnið.
ii.    Fulltrúi í verkefnisstjórn 1717. Lögð fram tillaga um að Gísli Friðriksson, stjórnarmaður í Kjósarsýsludeild, tæki sæti sem annar fulltrúa Rauða kross Íslands í verkefnisstjórn 1717 (hinn fulltrúinn er Helga Halldórsdóttir). Tillagan samþykkt samhljóða.
iii.    Næsti stjórnarfundur verður föstudaginn 5. júní kl. 16:15.

Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerð rituðu Kristján Sturluson og Aðalheiður Birgisdóttir.