Stjórnarfundur 13. maí

14.5.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                     FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands miðvikudaginn 13. maí kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 13. fundur stjórnar og sá 923. frá upphafi.
   
Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Karen Erla Erlingsdóttir, Pálín Dögg Helgadóttir og Þórdís Magnúsdóttir. Sigríður Magnúsdóttir boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. 

1.    Kynning á Rauðakrosshúsinu. Fundurinn hófst í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni þar sem verkefnisstjóri kynnti starfsemi hússins.
2.   
Að kynningu lokið var fundi fram haldið í Efstaleiti.

3.    Aðalfundur.  Framkvæmdastjóri fór yfir undirbúning aðalfundarins í Vík.

4.    Framlag úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Lagt fram minnisblað um Minningarsjóðinn. Stjórn samþykkti að breyta núgildandi 5. grein starfsreglna um Minningarsjóð Sveins Björnssonar í samræmi við upprunalega skipulagsskrá sjóðsins þannig:  „Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á mannréttinda- og mannúðarsjóðarmiðum og framkvæmd þeirra sem og rannsóknir og starfsemi sem stuðla að þekkingu og þróun á mannréttinda- og mannúðarlögum.“ Stjórn samþykkti einnig að breyta 6. gr. starfsreglna þannig: „Stjórn Rauði kross Íslands skal úthluta styrkjum úr sjóðnum í samræmi við tilgang hans svo og þeim framlögum sem gefendur mæla fyrir um að skuli koma til úthlutunar.“ Einnig samþykkti stjórn að að veita úr sjóðnum allt að tveimur milljónum á ári, til að greiða starfstengdan kostnað  framkvæmdastjóra í 20% starfi fyrir Landsnefnd um mannúðarrétt næstu tvö ár.

5.    Ráðstöfun rekstrarafgangs.  Lagt fram minnisblað um ráðstöfun rekstrarafgangs landsskrifstofu. Samþykkt að hluti rekstrarafgangs 2008 komi á móti áætluðum halla ársins 2009, allt að fimm milljónum verði  ráðstafað til áframhaldandi starfsemi Rauðakrosshússins umfram sex mánaða tilraunatímabil og tíu milljónum verði varið til verkefna með innflytjendum hjá deildum. Reglum um fjármagn til innflytjendaverkefna verði jafnframt breytt þannig að það geti komið á móti 50% af kostnaði deilda (í stað 100% eins og ákveðið var með rekstrarafgang 2006).

6.    Inflúensufaraldur. Lagt fram minnisblað vegna inflúensu A (H1N1). Framkvæmdastjóri greindi frá viðbúnaði Rauða krossins í tengslum við væntanlega inflúensu.

Gunnar og Esther yfirgáfu fundinn.

7.    Útlit sjúkrabíla. Lagt fram minnisblað um útlit sjúkrabíla, lit þeirra og staðla Evrópusambandsins.

8.    Önnur mál.
i.    Sumarmiðstöð ungs fólks. Lögð fram verkefnisáætlun ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar um sumarmiðstöð fyrir ungt fólk ásamt ósk um fjárframlag.  Stjórn hafnaði beiðni um fjárframlag og fól framkvæmdastjóra að ræða við framkvæmdastjóra Reykjavíkurdeildar.
ii.    Framkvæmdastjóri sagði frá því að Hlér Guðjónsson leysir af á landsskrifstofu næstu sex mánuði.
iii.    Framkvæmdastjóri greindi frá að Rauði kross Íslands lenti í 12. sæti í nýrri VR könnun um fyrirmyndar fyrirtæki.
iv.    Dreift var bæklingi um gagnvirkan vefleik, Flótta, sem UNHCR gefur út.
v.    Framkvæmdastjóri greindi frá að Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita Rauða krossinum mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2009. Afhending fer fram næstkomandi laugardag og mun Anh-Dao Tran veita verðlaununum viðtöku.
vi.    Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu máls hælisleitanda sem verið hefur í hungurverkfalli.
vii.    Karen Erla þakkaði fyrir samstarfið en hún hættir nú í stjórn eftir átta ára setu.  Pálín Dögg þakkaði sömuleiðis samstarf en hún hættir sem aðalmaður í stjórn á aðalfundi. Formaður þakkaði þeim báðum samstarfið og framlag þeirra til stjórnarfunda.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:50
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir