Stjórnarfundur 29. apríl 2009

30.4.2009

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                                        FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands miðvikudaginn 29. apríl 2009 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 12. fundur stjórnar og sá 922. frá upphafi.
   
Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gunnar Frímannsson, Karen Erla Erlingsdóttir, Pálín Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Þórdís Magnúsdóttir.  Esther Brune boðaði forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.  Margrét Flóvenz endurskoðandi og Guðmundur Jóhannsson fjármálastjóri sátu fundinn undir 1. lið.

1.    Samstæðureikningur ársins 2008.  Margrét og Guðmundur fóru í gegnum ársreikning og endurskoðunarskýrslu.  Stjórn lýsti ánægju sinni með frábæra vörslu fjármuna félagsins í erfiðu árferði.  Að loknum umræðum var reikningurinn samþykktur og undirritaður.
Pálín Dögg mætti til fundar kl. 16:40

2.    Lagabreytingatillögur. Fram haldið umræðum um breytingu á 7. og 17. gr. laga Rauða kross Íslands.  Samþykkt að leggja breytingartillögurnar fyrir aðalfund félagsins í maí.

3.    Tillögur kjörnefndar. Formaður kynnti tillögu kjörnefndar vegna stjórnarkjörs á aðalfundi.  Tillagan rædd.

4.    Viðurkenningar á aðalfundi. Lagt fram minnisblað frá formanni og framkvæmdastjóra með viðbótar tillögum um viðurkenningar á aðalfundi. Samþykkt.

5.    Stefna 2020. Lagt fram minnisblað um 4. drög að stefnu Rauða kross hreyfingarinnar til 2020. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að gera athugasemdir við drögin og senda til Alþjóðasambandsins.
29. a

6.    Íslandsspil. Aðalfundur Íslandsspila er 7. maí. Samþykkt að fulltrúar í stjórn verði: Pálín Dögg Helgadóttir, Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Kristján Sturluson sem aðalmenn og varamenn Torben Friðriksson, Stefán Yngvason og Guðmundur Jóhannsson. Samþykkt að fulltrúar á aðalfundi 7. maí verði stjórnarfólk og starfsfólk. Lagt fram samkomulag um breytingu á samningi um rekstur spilakassa og aðra fjármögnun, undirritað af framkvæmdastjórum Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ, sem gildir frá 2008-2010.  Stjórn samþykkti samkomulagið.

7.    Svínainflúensa. Framkvæmdastjóri greindi frá aðkomu Rauða krossins að aðgerðaáætlun vegna heimsfaraldurs og fyrstu viðbrögðum félagsins.

8.    Önnur mál.
i.    Framkvæmdastjóri kynnti innihald ársskýrslu.
ii.    Tillaga að umhverfisstefnu félagsins. Samþykkt að leggja fyrir aðalfund.
iii.    Kynntar 10 málstofur á aðalfundi sem flestar lúta að viðbrögðum við efnahagsþrengingunum.
iv.    Framkvæmdastjóri kynnti átak til öflunar styrktarfélaga.
v.    Framkvæmdastjóri greindi frá starfsemi Rauðakrosshússins síðustu vikurnar sem gengið hefur mjög vel.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir