Stjórnarfundur 09.12.2011

14.12.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 9. desember 2011 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 7. fundur stjórnar og sá 954. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir,  Ágústa Aronsdóttir, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir og Halldór Snjólaugsson boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Fulltrúar Grant-Thornton endurskoðunar ehf. Nýir endurskoðendur félagsins mættu til fundar og kynnti sig.

2.    Áætlanir. Fjárhags- og framkvæmdaáætlanir 2012 samþykktar.

3.    Alþjóðafundirnir. Lagt fram minnisblað um alþjóðafundina sem nýlokið er í Genf.

4.    Fundur með Landsbjörgu. Minnisblað. Framkvæmdarstjóri og tveir stjórnarmenn hafa fundað með forsvarsmönnum Landsbjargar. Ljóst er að margir snertifletir eru á samstarfi milli félaganna. Stjórn veitti umboð sitt til að viðræður við Landsbjörgu haldi áfram.

5.    Silungapollur. Minnisblað. Málið rætt í framhaldi af fyrirspurn.

6.    Niðurstöður úr endurskoðun hjá 10 deildum. Tekið er bókhald 10 deilda af handahófi árlega og endurskoðað. Í heildina tekið eru mál í góðu lagi.

7.    Einkennisfatnaður. Lagður fram bæklingur með reglum um einkennisfatnað félagsins. Lagt er til að allur fatnaður verði merktur Rauða krossinum en ekki einstökum einingum. Samþykkt að halda áfram með málið.

8.    Önnur mál
i.    Lagahópur. Formaður sagði frá vinnu lagahópsins. Áhugi er innan hópsins að skrifa ný lög fyrir félagið. Stjórn veitti lagahópnum umboð sitt til að semja ný lög. Einnig samþykkti stjórn að skipaður yrði starfshópur um endurskipulagningu félagsins sem fengi til samstarfs við sig Guðfinnu Bjarnadóttur og legði tillögur að nýju skipulagi fyrir stjórnarfund í janúar.
ii.    Einstaklingsaðstoð. Þrátt fyrir að ekki hafi verið farið í söfnun í desember berast styrkir frá fyrirtækjum og stofnunum. Samþykkt að styrkir renni til deilda á sama hátt og fyrri ár.
iii.    Starfsmannastefna. Samþykkt að fresta gerð nýrrar starfsmannastefnu þar til ný lög og nýtt skipulag félagsins hafa verið samþykkt.
iv.    Afleysingastarfsmaður. Teitur Þorkelsson mun leysa Sólveigu Ólafsdóttur af næsta árið.
v.    Vin.  Framkvæmdastjóri og framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar funduðu með Reykjavíkurborg, velferðarráðuneytinu og vinafélagi Vinjar í gær. Ekki er komin niðurstaða í málið en fundað verður aftur í næstu viku.
vi.     Sjúkraflutningar. Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með velferðarráðherra í vikunni. Stjórn samþykkti eftirfarandi: Stjórn Rauða kross Íslands lýsir yfir að ekki er ásættanlegt að gera samning um rekstur sjúkrabifreiða til styttri tíma en fjögurra ára. Það er skoðun stjórnarinnar  að sá samningur eigi að vera bæði um endurnýjun sjúkrabifreiða og almennan rekstur þeirra.
vii.    URKÍ. Jón Þorsteinn bar fram þá ósk URKÍ að meira samstarf yrði haft við þau.
viii.    Vakin var athygli á heimasíðunni Spilaeyjan.is. Fulltrúar félagsins munu taka málið upp við stjórn Íslandsspila.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:55
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir