Stjórnarfundur 18.11.2011

21.11.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 18. nóvember 2011 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 6. fundur stjórnar og sá 953. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Anh-Dao Tran, Ágústa Ósk Aronsdóttir, Halldór Snjólaugsson,  Jón Þorsteinn Sigurðsson og Ragna Árnadóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Guðmundur Jóhannsson sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs sat fundinn undir fyrsta og þriðja dagskrárlið og Fanney Karlsdóttir sviðsstjóri félagssviðs og Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálparstarfssviðs undir fyrsta dagskrárlið.

Formaður lagði til að málum 6, 7 og 9 yrði frestað þar til á næsta fundi sem haldinn verði 9. desember og var það samþykkt.

1.    Fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2012. Formaður bauð sviðsstjóra velkomna til fundar. Lagt fram minnisblað. Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 sem stjórn ræddi. Áætlunin er lögð fram með 40 milj. Króna halla í samræmi við ákvörðun stjórnar 2010 sem kynnt var á aðalfundi 2011. Áætlun er sett fram í samræmi við breytt skipulag landsskrifstofu og nýjar áherslur í stefnu.  
Framkvæmdastjóri kynnti megináherslur í tillögu að framkvæmdaáætlun næsta árs sem tekur mið af minna fjármagni til ráðstöfunar og breyttu skipulagi. Sviðsstjórar fóru yfir helstu áherslur sviða sinna. Umræður urðu um þau verkefni sem unnið er að og svöruðu sviðsstjórar fyrirspurnum stjórnarfólks. Formaður þakkaði sviðsstjórum og öðru starfsfólki fyrir góða vinnu við framkvæmdaáætlun og tók stjórnarfólk undir það.
Áætlanir verða teknar til afgreiðslu á fundi stjórnar í desember.  

Sólveig yfirgaf fund kl. 17:40

2.    Áheit á alþjóðaráðstefnu. Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum áheitum á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin verður í lok mánaðarins. Áheitin eru: NIHA (óháð mannúðaraðstoð á átakasvæðum), IDRL (alþjóðleg neyðarvarnalög), Rammasamningur við utanríkisráðuneytið (Cooperation agreement), Misnotkun á valdaaðstöðu gagnvart skjólstæðingum (Abuse of power in field work) og Gender (kynjajafnrétti). Samþykkt að leggja fram áheit um þessi málefni.

3.    Endurskoðendur félagsins. Í samræmi við ákvörðun stjórnar var leitað tilboða í endurskoðun hjá félaginu í heild. Lægstbjóðandi var Grant Thornton endurskoðun. Stjórn Rauða kross Íslands samþykkir að samið verði við Grant Thornton endurskoðun ehf. um að annast endurskoðun hjá félaginu.
4.    Erindi frá Hafnarfjarðardeild vegna virkniseturs. Samþykkt að Hafnarfjarðardeild fái að nýta greiddan styrk vegna virkniseturs árið 2011 á árinu 2012.

5.    Vin. Minnisblað.Framkvæmdastjóra falið að taka upp viðræður við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um starfsemi Vinjar með það í huga að Reykjavíkurborg taki fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum.

6.    Silungapollur. Frestað.

7.    Samráðsfundur með Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Frestað.

8.    Rauðakrossvikan.Rætt um hvernig vikan gekk fyrir sig m.a. hvað varðaði fjáröflun. Mjög mikilvægt er að tryggð verði þátttaka allra deilda ef staðið verður fyrir Rauðakrossvikum í framtíðinni.

9.    Einkennisfatnaður/sýnileiki sjálfboðaliða og starfsmanna. Frestað.

10.    Önnur mál.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir