Stjórnarfundur 30.09.2011

1.10.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS    FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 30. september 2011 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 4. fundur stjórnar og sá 951. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir og Sólveig Reynisdóttir. Ágústa Ósk Aronsdóttir,  Einar Sigurðsson, Esther Brune, Ragna Árnadóttir og Stefán Yngvason boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1. Sjúkraflutningar. Lagt fram minnisblað. Samningsaðilar hafa fundað tvisvar og eru sammála um að til að hægt sé að standa við kröfulýsingu velferðarráðuneytisins vanti að minnsta kosti 400 milljónir til verkefnisins. Samþykkt að framlengja núgildandi samning um rekstur sjúkrabifreiða út árið á sömu forsendum og fyrri framlenging var. Stjórn áréttar einnig að fáist ekki hækkun á framlagi ríkisins á árinu 2013 muni Rauði krossinn íhuga hvort félagið heldur verkefninu áfram.

2. Verkefnasjóður.  Lagt fram minnisblað. Nú þegar kassatekur hafa dregist saman hefur skapast ójafnræði milli þeirra deilda sem sækja um úthlutun fyrir komandi ár og þeirra sem áður höfðu fengið úthlutað til fleiri ára. Í ljósi þess var samþykkt breyting á  5. gr. reglna um Verkefnasjóð um að ekki sé hægt að skuldbinda Verkefnasjóð til lengri tíma en tveggja ára í senn. Ágústa Gísladóttir formaður Grindavíkurdeildar og Málfríður Björnsdóttir formaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar voru skipaðar í stjórn Verkefnasjóðs. Fyrir sitja í stjórninni: Stefán Yngvason og Sigríður Magnúsdóttir.

3. Almannaheill. Málið reifað.

4. Kostnaður stjórnarmanna vegna funda. Samþykkt að stjórnarfólk utan höfuðborgarsvæðisins fái greiddar fjögur þúsund kr. í dagpeninga fyrir hvern setinn stjórnarfund.

Anh-Dao mætti til fundar kl. 17:15
5. Önnur mál.
i. Vinnufundur stjórnar laugardag. Lögð fram dagskrá og farið yfir tilhögun fundarins sem haldinn verður í húsnæði Kópavogsdeildar kl. 10-15.
ii. Fundir Alþjóðasambandsins í nóvember. Gunnar Frímannson varaformaður mun verða formaður íslensku sendinefndarinnar á aðalfundinum en Anna Stefánsdóttir formaður mun mæta á alþjóðaráðstefnu að honum loknum. Auk þeirra skipta á milli sín fundunum einn stjórnarmaður til viðbótar, formaður URKÍ, sviðsstjóri alþjóðasviðs og framkvæmdastjóri.
iii. Framkvæmdastjóri hvatti stjórnarfólk til að mæta á svæðisfundi á næstunni.
iv. Verkefni um ódýran mat. Eitt myndband á viku verður sýnt á Mbl.is fram að jólum þar sem kennt er að elda ódýran mat auk þess sem greint verður frá verkefninu í fylgiblaði Morgunblaðsins. Einnig stendur yfir námskeið í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar þar sem kennt er að elda ódýran mat.
v. Framkvæmdastjóri greindi frá ráðningu Fanneyjar Karlsdóttur sem sviðsstjóra félagssviðs til eins árs og sagði frá öðrum starfsmannabreytingum á landsskrifstofu.
vi. Spurt um ráðgerða fundi með Landsbjörgu. Fyrsti fundur verður 7. október.      
vii. Spurt um hvort athugað hafi verið með ódýrari hugbúnað hjá félaginu. Framkvæmdastjóri sagði málið hafa verið athugað og það ekki talið hafa borgað sig.
viii. Greint frá sparnaðarhugmyndum fyrir félagið sem fram komu á svæðisfundi á Suðurlandi.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.18:15
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir