Stjórnarfundur 14.10.2011

19.10.2011

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 14. október 2011 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 5. fundur stjórnar og sá 952. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Esther Brune, Gunnar Frímannsson, Halldór U. Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Ágústa Ósk Aronsdóttir, Einar Sigurðsson og Eyrún Sigurðardóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Tillögur stjórnar Verkefnasjóðs um úthlutun vegna 2011. Lagt fram minnisblað og formaður Verkefnasjóðs gerði grein fyrir tillögu stjórnar sjóðsins. 14 deildir og þrjú svæði sækja um fjármagn fyrir næsta ár. Tillögur stjórnar Verkefnasjóðs samþykktar.

2.    Einstaklingsaðstoð í desember. Lagt fram minnisblað. Rætt hvort Rauði krossinn ætli að vera með í verkefninu og fara í fjáröflun í tengslum við það.  Stjórn samþykkti að ekki yrði farið út í miðlæga fjáröflun meðal fyrirtækja í ár og beindi þeim tilmælum til deilda að reglur um einstaklingsaðstoð verði notaðar við úthlutun.

3.    Starfsmannastefna. Lagt fram minnisblað. Ákvæði um samræmda starfsmannastefnu hafa verið í stefnu félagsins frá árinu 2007 en ekki komist til framkvæmda. Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að heildrænni starfsmannastefnu fyrir allt félagið sem lögð verði fyrir stjórnarfund í janúar.

4.    Önnur mál.
i.    Vin. Staða mála rædd.
ii.    Fundur með stærstu deildum félagsins. Farið yfir dagskrá fundar með níu stærstu deildum á morgun, laugardag.
iii.    Svæðisfundur höfuðborgarsvæðis. Samþykkt var á síðasta fundi að formenn allra deilda höfuðborgarsvæðis sitji í stjórn svæðisráðs. Einnig samþykkt að neyðarvarnir verði vistaðar hjá Reykjavíkurdeild og tilkynnt að fataverslanir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verði vistaðar hjá Kópavogsdeild.
iv.    Tillögur laganefndar, hóps 1. Formaður vinnuhópsins fór yfir fyrstu tillögur hans.
Sigríður yfirgaf fund kl. 18:10 og Sólveig kl. 18:30
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:50
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir