Stjórnarfundur 13. 02. 2015

10.3.2015

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi
Fundurinn er númer 7 hjá núverandi stjórn og númer 990 frá upphafi.

Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Jónas Sigurðsson og Ragna Árnadóttir. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og í síma Þóra Björk Nikulásdóttir. Oddrún Kristjánsdóttir, Hrund Snorradóttir og Eyrún Sigurðardóttir boðuðu forföll. Hermann Ottósson framkvæmdastjóri og Dögg Guðmundsdóttir verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.

Gengið til dagskrár kl. 16.07.

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1.    Fundargerð síðasta stjórnarfundar frá 10. desember   
Fundargerð stjórnar lögð fram og samþykkt.

2.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 30. janúar
Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fram og samþykkt.

3.    Erindi til laganefndar
Formaður fór yfir hlutverk laganefndar og erindi sem henni hefur borist frá stjórn Reykjavíkurdeildar.

4.    Kynning lögfræðiálits frá október 2013
Elmar H. Hallgrímsson lögmaður kynnti lögfræðiálit frá október 2013 sem hann vann ásamt Magnúsi Pálma Skúlasyni fyrir stjórn Rauða krossins.

5.    Erindi frá stjórn URKÍ
Hekla Sigurðardóttir, formaður Ungmennaráðs Rauða krossins, og Valgerður B. Fjölnisdóttir, ritari ráðsins, mættu á fundinn til að ræða erindi frá stjórn URKÍ um uppbyggingu á ungmennastarfi Rauða krossins. Stjórn Rauða krossins var jákvæð gagnvart erindinu. Formaður lagði til að fulltrúar frá stjórn URKÍ ynnu með verkefnisstjóra landsskrifstofu sem fer með ungmennamál í framhaldinu til að móta hugmyndir og aðgerðir til uppbyggingar. Aðgerðaáætlun verði tilbúin fyrir næsta ungmennaþing. Stjórnin samþykkti tillöguna.

6.    Kynning á nýjum starfsmönnum
Framkvæmdastjóri kynnti þrjá nýja starfsmenn landsskrifstofu.

7.    Minnisblað frá framkvæmdastjóra um ráðstöfun 40 m.kr. til hjálpar- og mannúðarverkefna af biðreikningum
Framkvæmdastjóri kynnti minnisblaðið og ráðstöfun fjármagnsins af biðreikningum. Samþykkt af stjórn.

8.    Tillaga frá framkvæmdastjóra um fjármálaumsýslu og bókhaldsmál
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu um að gera bókhald miðlægt frá landsskrifstofu til að minnka bókhaldskostnað félagsins. Stjórn fól framkvæmdastjóra að vinna að málinu.   

9.    Samningar um kaup og rekstur sjúkrabíla – umboð stjórnar til samningaviðræðna
Framkvæmdastjóri óskaði eftir afstöðu stjórnar um hvort Rauði krossinn eigi að endurnýja samning við Sjúkratryggingar Íslands og Velferðarráðuneytið um rekstur sjúkrabíla. Stjórn samþykkti umboð til handa framkvæmdastjóra til að vinna að nýjum samningi.

10.    Bráðabirgðauppgjör landsskrifstofu 2014
Framkvæmdastjóri kynnti bráðabirgðauppgjör landsskrifstofu 2014.

Sigrún yfirgaf fundinn kl. 18.21.

11.    Skýrsla um verkefni sviða í desember 2014 og janúar 2015
Formaður lagði fram verkefnaskýrslu sviðsstjóra til kynningar.

12.    Önnur mál
a)    Formaður kynnti mögulegt samstarf við Rauða krossinn á Grænlandi.
b)    Ívar spurði um fundargerð frá aðalfundi landsfélagsins 2012 og aðgengi að henni. Formaður lýsti þeirri skoðun sinni að fundargerð væri ekki opinber fyrr en hún væri samþykkt af aðalfundi. Samþykkt var að taka saman allar samþykktir aðalfundar og dreifa til deilda.

Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 27. mars 2015 kl. 16.00 í Húsi Rauða krossins Efstaleiti 9.

Fleira var ekki gert.

Fundi er slitið kl. 18.37.