Stjórnarfundur 10.12.2014

10.1.2015

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Fundurinn er númer 6 hjá núverandi stjórn og númer 989 frá upphafi.

Mætt: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Oddrún Kristjánsdóttir, Hrund Snorradóttir og Hermann Ottósson framkvæmdastjóri. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og Þóra Björk Nikulásdóttir.  Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir og Sigrún Árnadóttir á Skype. Ragna Árnadóttir í síma. Jónas Sigurðsson og Eyrún Sigurðardóttir boðuðu forföll.

Gengið til dagskrár kl. 10:30

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1.    Fundargerð  framkvæmdaráðs  
Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fram og samþykkt

2.    Fundargerð  stjórnarfundar frá 31. okt.
Fundargerð stjórnarfundar lögð fram og samþykkt.

3.    Uppgjör landsskrifstofu jan. – okt. 2014  
Uppgjör landsskrifstofu fyrstu tíu mánuði ársins lagt fram.

4.    Verkefnaskýrslur sviða fyrir nóvember 2014
Verkefnaskýrslur sviða fyrir nóvember 2014 lagt fram

5.    Bréf og skýrsla stjórnar verkefnasjóðs  
Seinni úthlutun úr Verkefnasjóði tekin til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.

6.    Dagskrá hátíðarfundar nú á eftir
Kynnt er dagskrá hátíðarfundar.

7.    Formaður kynnir niðurstöðu athugunar er varðar deildarmál félagsins
Formaður fer yfir niðurstöður úr athugun á valdheimildum deildamálum innan félagsins.

8.    Bréf til stjórnar frá Reykjavíkurdeild
Erindi frá stjórn Reykjavíkurdeildar er lagt fram til kynningar. Stjórn óskar eftir að stjórn Reykjavíkurdeildar vinni greinagerð um það sem þau telja að betur megi fara í samskiptum deidalrinnar við landsskrifsotfu.

Framkvæmdastóra falið að senda deildum leiðbeiningar um það ferli sem erinda til stjórnar félagsins frá deildum eigi að fara í.

9.    Önnur mál
a.    Málefni Íslandsspila
Rædd málefni Íslandsspila. Samþykkt að Sigrún Árnadóttir, frá stjórn og Hermann Ottósson, framkæmdastjóri  verði fulltrúar Rauða krossins í viðræðum við Íslandsspil.
b.    Skilgreining á hlutverki formanns og framkvæmdastjóra
Minnisblað lagt fram.
c.    Ráðstöfun fjármuna af biðreikningum félagsins.
Lögð var fram tillaga að ráðstöfun fjármagns sem út af stendur á biðreikningum. Tillagan samþykkt.
d.    Málefni Vinjar
Oddrún Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs og lýsti áhyggjum sínum á afkomu Vinjar. Framkvæmdastjóri upplýsti að landssfélagsið muni styðja við verkefnið næstu tvö árin.

Matsrhlé. kl. 12.10
Fundur hefst að nýju kl. 12.25

10.    Verkefna-og fjárhagsáætlun 2015 og 2016
Sviðsstjórar og framkvæmdastjóri  kynna verkefni sviða og landsfélagsins. Ragna Árnadóttir mætir á fund hér í húsi  kl. 12.45
Fjárhagsáætlun samþykkt og jafnframt ákveðið að hún verði  endurskoðuð í júní á næsta ári.
Mæsti fundur verður haldinn föstudaginn 13. febrúar 2015 kl. 16.00

Fundaritari: Guðný Björnsdóttir
Fundi er slitið klukkan 13.55