Stjórnarfundur 10. 04. 2015

19.5.2015

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Fundurinn er númer 8 hjá núverandi stjórn og númer 991 frá upphafi.

Viðstaddir: Sveinn Kristinsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson í síma, Margrét Vagnsdóttir í síma, Sigrún Árnadóttir, Hrund Snorradóttir, Oddrún Kristjánsdóttir og Ragna Árnadóttir. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og Þóra Björk Nikulásdóttir. Helgi Ívarsson og Jónas Sigurðsson boðuðu forföll. Hermann Ottósson framkvæmdastjóri og Dögg Guðmundsdóttir verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.

Gengið til dagskrár kl. 16.10.

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1.    Fundargerð síðasta stjórnarfundar frá 13. febrúar   
Fundargerð stjórnar lögð fram og samþykkt.

2.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 25. mars
Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fram og samþykkt með ábendingu um að stjórn eigi að samþykkja reikninga en ekki framkvæmdaráð eins og hefð hefur verið fyrir.

3.    Ársreikningur Sjúkrabílasjóðs 2014
Framkvæmdastjóri kynnti og fór yfir ársreikning Sjúkrabílasjóðs 2014. Formaður bar reikninginn upp til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða.

4.    Ársreikningur Fatasöfnunar 2014
Framkvæmdastjóri kynnti og fór yfir ársreikning Fatasöfnunar 2014. Formaður bar reikninginn upp til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða.

5.    Skýrsla framkvæmdastjóra til stjórnar um starfsemina í febrúar og mars
Formaður lagði fram verkefnaskýrslu sviðsstjóra til kynningar.

6.    Bréf Rauða krossins í Reykjavík vegna uppgjörs 2014
Formaður lagði fram bréf Rauða krossins í Reykjavík til kynningar.

7.    Bréf Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ vegna sameiningar
Formaður lagði fram bréf Rauða krossins í Hafnarfirði og Rauða krossins í Garðabæ vegna sameiningar deildanna. Stjórn samþykkti einróma ósk þeirra um sameiningu.

8.    Átak Rauða krossins „Vertu næs“.
Þórunn Lárusdóttir og Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjórar, komu inn á fundinn og kynntu átaksverkefni Rauða krossins, annars vegar samantekt um skyndihjálpar-herferðina 2014 í tilefni af afmælisári Rauða krossins og hins vegar átakið „Vertu næs“ sem er nýfarið af stað.

9.    Nýir formenn deilda kjörnir 2014
Formaður kynnti nýkjörna formenn deilda.

10.    Önnur mál
a)    Formaður kynnti tillögu um vinnuferð landsstjórnar og deildastjórna höfuðborgar-svæðis 8.-9. maí nk.
b)    Formaður greindi frá að aðalfundur Íslandsspila verður haldinn 12. maí nk. og stjórnin þarf að tilnefna 3 stjórnarmenn og 2 varamenn í stjórn Íslandsspila. Tilnefningar verða afgreiddar á næsta stjórnarfundi.
c)    Formaður tilkynnti að nýr formaður hefur verið kosinn í stjórn URKÍ.
d)    Formaður greindi frá því að hann hefði sótt aðalfundi ýmissa deilda síðustu vikur og lýsti ánægju með góðan anda í deildunum.

Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 8. maí 2015 á Hótel Selfossi.

Fleira var ekki gert.

Fundi er slitið kl. 17.44.