Stjórnarfundur 31.10.2014

6.1.2015

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi 31.10.2014

Fundurinn er númer 4 hjá núverandi stjórn og númer 987 frá upphafi. Mætt: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Hrund Snorradóttir, Ragna Árnadóttir, Jónas Sigurðsson og Hermann Ottósson framkvæmdastjóri. Varamaður mættur: Ívar Kristinsson Fjarverandi: Eyrún Sigurðardóttir og Þóra Björk Nikulásdóttir, varamaður.

Gengið til dagskrár kl. 16:10

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1.    Fundargerð framkvæmdaráðs

Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fyrir og samþykkt. Gísli Friðriksson, mætir á fund kl. 16.25.

2.    Neyðarvarnaráætlun vegna rýmingar byggða Suðurlands

Sviðstjóri neyðarvarna, Jón Brynjar Birgisson, kemur á fundinn og fer yfir stöðuskýrslu vegna Bárðarbungu og neyðarvarnaráætlun vegna rýmingar byggða á Suðurlandi. Jón Brynjar víkur af fundi.

3.    Áætlun um fjárfestingu í neyðarvarnarbúnaði

Áætlun um fjárfestingu í neyðarvarnarbúnaði er lögð fyrir til afgreiðslu í stjórn. Stjórnin samþykkir áætlunina.

4.    Tillaga stjórnar verkefnasjóðs

Stefán Yngvason, formaður stjórnar verkefnasjóðs, kemur á fundinn og fer yfir tillögur verkefnasjóðs til stjórnar. Stefán Yngvason víkur af fundi. Tillögurnar eru teknar til umræðu og afgreiðslu og samþykktar. Ragna Árnadóttir mætir á fund kl. 17.20

5.    Fjármál félagsins

a.    9 mánaða uppgjör (Til upplýsinga)

9 mánaða uppgjör landsskrifstofu er lagt fyrir til upplýsinga fyrir stjórnarmenn.

b.    Endurskoðunarskýrsla vegna 2013

Endurskoðunarskýrsla vegna ársins 2013 er lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa aðgerðir í fjármálum félagsins samkvæmt athugasemdum í endurskoðunarskýrslu. Stjórn samþykkir skýrsluna.

6.    Stöðuskýrsla verkefna landsskrifstofu

Stöðuskýrsla vegna verkefna landsskrifstofu er lögð fyrir til upplýsinga fyrir stjórn.

7.    Dagskrá formannafundar

Dagskrá formannafundar er lögð fyrir til upplýsingar fyrir stjórn.

8.    Deildamál – Formaður / Framkvæmdastjóri

a.    Bréf Reykjavíkurdeildar um húsnæðismál

Bréf Reykjavíkurdeildar um húsnæðismál er lagt fyrir til umræðu og afgreiðslu. Stjórn Rauða krossins á Íslandi leggur til að formaður fundi með formanni deildarinnar til að komast að ásættanlegri niðurstöðu um framtíðarskipulag húsnæðismála. Undir þessum lið er rætt um starfstitla í félaginu. Framkvæmdastjóra falið að skrifa deildarstjórnum og minna á lög félagsins í þeim efnum.

b.    Hjálparsími 1717 – Skýrsla formanns

Formaður leggur fyrir skýrslu sína um hjálparsímann 1717.

9.    Önnur mál

a.    Stefnumótandi áætlunargerð

Stefnumótandi áætlunargerð er lögð fyrir til upplýsinga.

b.    Minnisblað: Eldað fyrir Ísland

Minnisblað um „Eldað fyrir Ísland“ verkefnið er lagt fyrir til upplýsinga.

c.    Minnisblað: Staða hælisleitendamála

Minnisblað um stöðu hælisleitendamála er lagt fyrir til upplýsingar.

d.    Munlegar skýrslur um ferðir formanns og framkvæmdastjóra

Formaður og framkvæmdastjóri fara munlega yfir ferðir sínar seinustu vikur til upplýsinga.


Fundaritari: Guðný H. Björnsdóttir

Fundi slitið klukkan 18:35