Stjórnarfundur 26.09.2014

18.11.2014

Fundargerð stjórnar Rauða krossins á Íslandi 26.09.2014
Fundurinn er númer 4 hjá núverandi stjórn og númer 987 frá upphafi.

Mætt: Sveinn Kristinsson, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Hrund Snorradóttir og Hermann Ottósson framkvæmdastjóri. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og Þóra Björk Nikulásdóttir. Fjarverandi: Ragna Árnadóttir og Jónas Sigurðsson.

Gengið til dagskrár kl. 17:40

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1.    Fundargerð framkvæmdaráðs
Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fyrir og samþykkt.

2.    Niðurstaða viðræðna vegna 1717 (formaður)
Formaður fer yfir viðræður við Reykjavíkurdeild um flutning 1717 hjálparsímans. Formaður leggur fram tillögu um myndun 3 manna nefndar sem mun hefja viðræður við Reykjavíkurdeild til að leiða málefni Hjálparsímans til lykta ásamt því að opna á viðræður um að Reykjavíkurdeild flytji á Landsskrifstofu með sína starfsemi.

3.    Landskrifstofa og Reykjavíkurdeild undir sama þaki (bréf framkvæmdastjóra)
Framkvæmdastjóri fer yfir boð sitt til Reykjavíkurdeildar um flutning á skrifstofum sínum undir sama þak og Landsskrifstofa.

4.    Frestun á útfærslu á fordómaverkefni og skoðun á biðreikningum (minnisblað framkvæmdastjóra)
Framkvæmdastjóri fer yfir minnisblað um frestun á útfærslu á fordómaverkefni ásamt skoðun á biðreikningum hjálpar og mannúðarsviðs.

5.    Hvar þrengið að, ferð um landið - vinnustofur (minnisblað framkvæmdastjóra.)
Framkvæmdastjóri fer fyrirhugaðar vinnustofur sem setja á á laggirnar til að vinna áfram með niðurstöður úr skýrslu Rauða krossins, „Hvar þrengir að?“.

6.    Gengið til góðs – niðurstöður – umræður ( minnisblað framkvæmdastjóra)
Framkvæmdastjóri fer yfir útkomu úr „Göngum til góðs“ söfnuninni sem fór fram helgina 5 – 7 september síðastliðna.

7.    Frá stjórn verkefnasjóðs
Framkvæmdastjóri fer yfir störf verkefnastjórnar og hvernig staða umsókna er og í hvaða ferli þær fara. Hugmyndir á breyttum útfærslum á úthlutun verkefnasjóðs og fyrirkomulagi ræddar.

8.    Starfsmannastefna, Starfsmannahandbók og launagreining Rauða krossins á Íslandi ( til upplýsinga)
Framkvæmdastjóri fer yfir starfsmannastefnu, starfsmannahandbók og launagreiningu sem gerð voru fyrir Rauða krossinn. Stjórn leggur til að breytingar séu gerðar á fyrirkomulagi ráðninga við Rauða krossinn:

„Stefna Rauða krossins á Íslandi er að auglýsa lausar stöður nema um tímabundin störf sé að ræða. Framkvæmdastjóri/deildarstjóri getur óskað eftir undanþágu hjá framkvæmdaráði til ráðningar án auglýsingar, Sem skal þá rökstutt. Lögð er áhersla á að standa faglega að ráðningum og gæta jafnréttis.“

Stjórn Rauða krossins samþykkir þessa breytingu.

9.    Önnur mál

a.    Formannafundur dagskrá 1. nóv. n.k.
Boða hefur verið til formannafundar 1. nóvember.
b.    Afmælishátið 10. desember n.k.
Afmælishátíð Rauða krossins fer fram 10 desember næstkomandi. Framkvæmdastjóri fer yfir verkefni sem eru í gangi tengt afmælisdeginum.
c.    Umsókn til Reykjavíkurborgar um niðurfellinga skatta og vörslugjalda (til upplýsinga)
Framkvæmdastjór upplýsir stjórn um að Reykjavíkurborg verður ekki við beiðni Rauða krossins um niðurfellingu á gjöldum á húsnæði Rauða krossins að Efstaleiti 9.
d.     Innheimta á útistandandi kröfum fyrir sjúkrabílaflutninga (Til upplýsinga)
Framkvæmdastjóri fer yfir hugmyndir um sérstakar innheimtu aðgerðir á útistandandi kröfum fyrir sjúkrabílaflutning. Stjórn veitir samþykki sitt fyrir því að farið verði í innheimtuviðvörun en að ekki verði gengið lengra.

Fundaritari: Haukur Logi Jóhannsson
Fundi er slitið klukkan 19:50