Stjórnarfundur 29.08.2014

18.11.2014

Fundargerð fundar stjórnar Rauða krossins á Íslandi 29.08.2014

Fundurinn er númer 3 hjá núverandi stjórn og númer 986 frá upphafi.

Mætt: Sveinn Kristinsson, Ragna Árnadóttir, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Hrund Snorradóttir, Jónas Sigurðsson og Hermann Ottósson framkvæmdastjóri. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og Þóra Björk Nikulásdóttir.

Gengið til dagskrár kl. 16:20

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna.

1.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 20.08. 2014 ( til afgreiðslu)
Fundagerð framkvæmdaráðs tekin fyrir og samþykkt.

2.    Rekstraruppgjör landskrifstofu janúar – júlí 2014  (til afgreiðslu)
Framkvæmdastjóri fer yfir rekstraruppgjör landsskrifstofu tímabilið janúar – júlí 2014. Helstu lykiltölur í rekstri.  

3.    Kynning  Reykjavíkurdeildar vegna  Hjálparsímans 1717 (erindi frá deildarstjórn)
Undir þessum lið ganga tveir fulltrúar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins inn á fund, Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður stjórnar Reykjavíkurdeildar og Þór Gíslason Framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar. Kynna málstað sinn um færslu 1717 hjálparsíma.

4.    Ákvörðun fyrri stjórnar vegna Hjálparsímans 1717 og framvinda máls síðan þá. (framkvæmdastjóri og sviðsstjóri neyðarvarna Rauða krossins)
Undir þessum lið gengur Jón Brynjar Birgisson, sviðstjóri Neyðarvarna inn á fund og fer yfir framvindu máls 1717 hjálparsíma ásamt framkvæmdastjóra. Ragna Árnadóttir, varaformaður yfirgefur fundinn.

5.    Eldað fyrir Ísland (minnisblað framkvæmdastjóra til kynningar)
Jón Brynjar Birgisson, Sviðsstjóri Neyðarvarna fer yfir „Eldað fyrir Ísland“ verkefnið. Helgi Ívarsson Stjórnarmaður yfigefur fundinn.

6.    Atburðir í Vatnajökli (stöðuskýrsla, kynning sviðsstjóra)
Jón Brynjar Birgisson, Sviðsstjóri Neyðarvarna, fer yfir stöðu, framvindu og atburði í Vatnajökli. Stjórn færir til bókar miklar þakkir til starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins fyrir fórnfúst og faglegt starf sitt í þessum raunum.

7.    Göngum til góðs ( minnsblað frá framkvæmdastjóra og kynning verkefnastjóra)
Undir þessum lið gengur Helga Halldórsdóttir, verkefnastjóri fjáröflunar inn á fund og fer yfir Göngum til góðs verkefnið sem haldið skal laugardaginn 6. september.

8.    Átaksverkefni gegn fordómum (minnisblað framkvæmdastjóra til afgreiðslu)
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað til afgreiðslu um átaksverkefni gegn fordómum. Stjórn leggur til við framkvæmdastjóra að vinna áfram með málið og útfæra. Er það samþykkt.

9.    Skýrsla formanns eftir heimsókn til Reykjavíkurdeildar
Formaður fer yfir heimsókn sýna til Reykjavíkurdeildar og samræður sem hann átti þar við stjórn og starfsmenn.

10.    Önnur mál
10.1.    Erindi frá Þóru Kristín Ásgeirsdóttur, formanns Hafnafjarðardeildar.
Beiðni um undanþágu frá 21. grein lið 3 í lögum Rauða krossins á Íslandi. Stjórn samþykkir beiðnina.
10.2.    Viljayfirlýsing frá Íslandsspilum og HÍ
Samstarf HHÍ og Íslandsspila um netspilun Casino leikja. Undir þessum lið yfirgaf Þóra Björk Nikulásdóttir.
10.3.    Stjórnarfundur 27 september
Lagt til að næsti fundur fari fram á Akureyri ásamt námskeiðshaldi fyrir stjórn. Það er samþykkt í stjórn.

Fundaritari: Haukur Logi Jóhannsson
Fundi er slitið klukkan 18:30