Stjórnarfundur 27.06.2014

2.9.2014

Fundargerð fundar stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Fundurinn er númer 2 hjá núverandi stjórn og númer 985 frá upphafi.

Mætt: Sveinn Kristinsson, Ragna Árnadóttir, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Hrund Snorradóttir, Jónas Sigurðsson og Hermann Ottósson framkvæmdastjóri. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og Þóra Björk Nikulásdóttir.

Gengið til dagskrár kl 14:00

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna og óskaði eftir breytingu á dagskrá. Kynningar eru teknar fyrir á undan stjórnarfundi.

1.    Kynning á skipulagi, starfsemi og verkefnum Rauða krossins
-    Inn á fund komu eftirfarandi sviðsstjórar Rauða krossins og héldu erindi um starfsemi Rauða krossins ásamt framkvæmdastjóra:
a.    Hermann Ottósson;  Skipulag – fjárhagur
i.    Fer yfir skipulag, rekstur og sögu
b.    Guðný H. Björnsdóttir;  Deildarþjónusta
i.    Kynnir starfsemi deildarþjónustu
c.    Hildur Björk Hilmarsdóttir; Samskipti
i.    Kynnir starfsemi samskiptasviðs og markaðsmála
d.    Jón Brynjar Birgisson; Neyðarvarnir
i.    Fer yfir starfsemi neyðarvarnasviðs Rauða krossins
e.    Örn Ragnarsson; Fatasöfnun
i.    Fer yfir fataverkefni Rauða krossins
f.    Nína Helgadóttir; Hjálpar- og mannúðarstarf
i.    Fer yfir starfsemi á alþjóðavettvangi og hjálparstarf
g.    Guðmundur Jóhannsson; fjármál
i.    Fer yfir fjárhag og áætlanir Rauða krossins
-    Að kynningum loknum gengu sviðsstjórar Rauða krossins út af fundi.

2.    Fundargerð stjórnarfundar 17. maí 2014 (til afgreiðslu)
-    Fundargerð síðasta stjórnarfundar lögð fyrir og samþykkt.
-    Gerð athugasemd við dagsetningu á fundargerð sem verður löguð.

3.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 11. 06. 2014 ( til afgreiðslu):
-    Fundargerð framkvæmdastjórnar lögð fyrir og samþykkt

4.    Staðfesting reglna um verkefnasjóð (minnsblað frá framkvæmdastjóra til afgreiðslu):
-    Minnisblað framkvæmdastjóra um breyttar reglur varðandi verkefnasjóð lagt fram til samþykktar í stjórnar.
-    Stjórnin samþykkir nýjar reglur án breytinga og að unnð sé samkvæmt lögum Rauða krossins.

5.    Skipan stjórnar verkefnasjóðs (tillaga framkvæmdaráðs til afgreiðslu):
-    Tillaga framkvæmdaráðs um skipan stjórnar verkefnasjóðs er til afgreiðslu.
-    Ný stjórn verkefnasjóðs er samþykkt án athugasemda.
-    Nýja verkefnastjórn skipa:
  
6.    Stjórnarfundir og framkvæmdaráðsfundir til áramóta 2014/2015 (minnsblað frá framkvæmdastjóra til afgreiðslu):
-    Minnisblað um fundardagatal stjórnar og framkvæmdaráðs til áramóta 2014/2015 lagt fram af framkvæmdastjóra.
-    Fundardagatal er samþykkt með fyrirvara um breytingar þó ef aðstæður eru þess eðlis að breytinga sé þörf.

7.    Endurskoðun verkefna - og fjárhagsáætlunar 2014 (kynning framkvæmdastjóra og fjármálastjóra til afgreiðslu)
-    Undir þessum lið kom Guðmundur Jóhannsson, fjármálastjóri, inn á fund.
-    Kynnt er endurskoðun fjármálastjóra og framkvæmdastjóra á verkefna- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
-    Endurskoðun á verkefna- og fjárhagsáætlun 2014 er samþykkt í stjórn.
-    Út af fundi gengur svo Guðmundur Jóhannsson, fjármálastjóri.

8.    Önnur mál
a.    Starfshættir stjórnar ( til kynningar)
i.    Farið yfir reglur og aðferðir sem stjórnarmenn ættu að tileinka sér.

b.    Minnisblað um Vin (til umræðu)
i.    Framkvæmdastjóra og formanni falið að ræða við stjórn Reykjavíkurdeildar og viðeigandi aðila um framtíð verkefnis um athvarfið Vin.

c.    Ferðagreiðslur til stjórnar
i.    Lagt til að stjórnarmeðlimir geti sótt ferðastyrki til Rauða krossins.
ii.    Samþykkt í stjórn

d.    Sala á húsnæði Reykjavíkurdeildar
i.    Húsnæði Reykjavíkur deildar hefur verið selt og flutningur og nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut fyrirhugaður.
ii.    Stjórnin heimilar kaup á nýju húsnæði en felur jafnframt framkvæmdastjóra og formanni að hefja viðræður við Reykjavíkurdeild um mögulega framtíðarlausn á húsnæðismálum deilda og Landsskrifstofu.

e.    Samingur við Innanríkisráðuneyti um hælisleitendur (Til kynningar)

f.    Flutningur hjálparsíma (Til umræðu)
i.    Framkvæmda og formanni falið að hefja viðræður við Reykjavíkurdeild um flutning á Hjálaparsíma 1717 að Landsskrifstofu.

9.    Fundargerð lesin upp
a.    Fundargerð samþykkt í stjórn

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 18:10

Fundarritari var Haukur Logi Jóhannsson