Stjórnarfundur 17.05.2014

2.9.2014

Fundargerð fundar stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Fundurinn er númer 1 hjá núverandi stjórn og númer 984 frá upphafi.
Mætt: Sveinn Kristinsson, Ragna Árnadóttir, Helgi Ívarsson, Gísli Friðriksson, Halldór Valdimarsson, Margrét Vagnsdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Hrund Snorradóttir og Hermann Ottósson framkvæmdastjóri. Fjarverandi Jónas Sigurðsson. Varamenn mættir: Ívar Kristinsson og Þóra Björk Nikulásdóttir.

Gengið til dagskrár kl 17:18

Formaður bauð stjórnarmenn velkomna og gengið var til verkefna

1.    Kjör ritara og gjaldkera: Eyrún Sigurðardóttir kjörin ritari. Hrund Snorradóttir kjörin gjaldkeri.

2.    Framkvæmdaráð skipa: Sveinn Kristinsson formaður, Ragna Árnadóttir varaformaður, Eyrún Sigurðardóttir ritari og Hrund Snorradóttir gjaldkeri. Framkvæmdastjóri situr fundi framkvæmdaráðs.

3.    Fundardagatal:  Formanni og framkvæmdastjóra falið að leggja fundadagatal fyrir næsta stjórarfund

4.    Fundir framundan:  Framkvæmdaráð hittist 11. júní kl 17:15. Stjórnarfundur ákveðinn föstudaginn 27. júní.  

5.    Önnur mál:
    - Eyrún Sigurðardóttir óskaði eftir því að skipulögð yrði fræðsla fyrir     stjórnarmenn um hvernig best væri að starfa í stjórn. Framkvæmdastjóra falið     að vinna að málinu.
    - Framkvæmdastjóri upplýsti um væntanlega undirritun samnings við     innanríkisráðuneytið vegna réttar og félagsgæslu hælisleitenda. Einnig greindi     framkvæmdastjóri frá leigusamningi í burðarliðnum við Leiðarljós.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 18:10

Fundarritari var Hermann Ottósson