Stjórnarfundur 16.05.2014

2.9.2014

Fundargerð fundar stjórnar Rauða krossins á Íslandi
Fundurinn er númer 19 hjá núverandi stjórn og númer 983 frá upphafi.

Mættir aðalmenn: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Helgi Ívarsson, Sólveig Reynisdóttir, Stefán Yngvason, Ragna Árnadóttir, Halldór U. Snjólaugsson og Jón Þorsteinn Sigurðsson. Mættir varamenn: Guðný Bergvinsdóttir, Jónas Sigurðsson. Einnig sat fundinn Hermann Ottósson framkvæmdastjóri og Haukur Logi Jóhannsson sem ritaði fundargerð.

Gengið til dagskrár kl 11:43

1.    Fundargerð síðasta stjórnarfundar Fundargerð síðasta stjórnarfundar lögð fram og samþykkt með formlegum hætti.

2.    Fundargerð fundar framkvæmdaráðs  Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fram og samþykkt með formlegum hætti.

3.    Skipting tekna fatasöfnunar  vegna framkominna tillaga á aðalfundi (Til afgreiðslu). Stefáni Yngvasyni, stjórnarmanni, og Hermanni Ottóssyni, framkvæmdastjóra, var falið að vinna frekar með skjal um skiptingu tekna fatasöfnunar.

4.    Tillaga frá formanni um starfshætti stjórnar (Til afgreiðslu). Formaður leggur fram tillögu um breytta starfshætti stjórnar. Tillögurnar eru samþykktar í stjórn með formlegum hætti.

5.    Tilnefningar til viðurkenninga á aðlafundi  (Til afgreiðslu)
A)    Tillögur viðurkenningarnefndar lagðar fram.
a.    G. Auður Kristjánsdóttir
b.    Guðný Bergvinsdóttir
c.    Sigurður Pétur Harðarson
d.    Steinar Baldursson
e.    Þórhildur Sigurðardóttir
f.    Grundarskóli á Akranesi

B)    Tillögurnar viðurkenningarnefndar samþykktar í stjórn og verða afhendar á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi 17. maí, 2014.

6.    Framboð til stjórnar til 2. ára, bréf frá Sveini Þorsteinssyni (til kynningar) Framboð Sveins Þorsteinssonar, formanns Rauða krossins í Vík lagt fram fyrir stjórn til kynningar.

7.    Önnur mál
I.    Bréf frá Genf vegna lagabreytinga til kynningar
II.    Formaður kynnir tillögu að staðsetningu á aðalfundi árið 2016
III.    Formaður kynnir fyrirlestur sinn sem hún mun flytja á aðalfundi 2014 um forgangsröðun verkefna hjá Rauða krossinum.
IV.    Kjörgengi aðalfundarfulltrúa á aðalfundi 2014 rætt. Inn á fundinn kom Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður, og fór yfir lög Rauða krossins er varðar kjörgengi aðalfundarfulltrúa.
V.    Gjaldkeri upplýsir stjórn um upphæð á nýju árgjaldi

Framkvæmdastjóra og ritara falið að ganga frá fundargerð og senda fundarmönnum.
Fundi slitið kl 12:40