Stjórnarfundur 29.04.2014

5.5.2014

Fundargerð fundar stjórnar Rauða krossins á Íslandi

Fundurinn er númer 18 hjá núverandi stjórn og númer 982 frá upphafi.

Mættir aðalmenn: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Helgi Ívarsson, Sólveig Reynisdóttir, Stefán Yngvason, Mættir varamenn: Guðný Bergvinsdóttir, Jónas Sigurðsson. Fjarverandi: Ragna Árnadóttir, Halldór U. Snjólaugsson. Einnig sat fundinn Hermann Ottósson framkvæmdastjóri og Haukur L. Jóhannsson sem ritaði fundargerð.

Gengið til dagskrár kl 16:15

1.    Fundargerð fundar framkvæmdaráðs  Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fram. Samþykkt.

2.    Samstæðureikningur lagður fram. Undir þessum lið komu Theodór Sigurbergsson endurskoðandi, Halldór Már Úlriksson frá Grant Thorton og Guðmundur Jóhannsson fjármálastjóri á fundinn. Theodór félagsins kynnir samstæðureikning félagsins. Samstæðureikningur samþykktur og undirritaður af stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra. (Endurskoðendur og fjármálastjóri fóru af fundi)

3.    Málefni URKÍ. Hekla Sigurðardóttir formaður URKÍ koma á fundinn og kynnti nýafstaðið þing Ungmennaráðs Rauða krossins og verkefni sem unnið er að hjá URKI. (Hekla fór af fundi)

4.    Dagskrá aðalfundar og tillögur til fundarins
A)    Dagskrá lögð fram. Samþykkt.
B)    Kynntar tillögur frá deildum löglega inn sendar.
C)    Tillögur frá stjórn um nefndir, samþykkt.
D)    Vinnustofur.  Stjórn fól framkvæmdastjóra að vinna frekar með dagskrá og umræðuefni í málstofum á aðalfundi. (Jón Þorsteinn Sigurðsson fór af fundi)

5.    Tillögur frá kjörnefnd um fulltrúa í kjöri til stjórnar Rauða krossins á Íslandi 2014-2016  Kynntar tillögur kjörnefndar um einstaklinga kjöri til stjórnar Rauða krossins á Íslandi 2014 – 2016. Formaður upplýsti um framboð Sveins Kristinssonar formanns Akranesdeildar til formannskjörs félagsins. (Eyrún Sigurðardóttir fór af fundi)

6.    Starfsmanna- og launastefna félagsins  Framkvæmdastjóri kynnti drög að starfsmanna-og launastefnu félagsins. 

7.    Önnur mál
I.    Undanþága frá reglugerð um lokafrest til að skila inn tilnefningum til viðurkenninga  lögð fram og samþykkt. Tillögur kynntar á fundi stjórnar þann 16. maí næstkomandi
II.    Framkvæmdastjóri fór yfir rök fyrir því að stjórn skipaði fulltrúa í verkefnissjóð. Tillaga um að leggja fyrir aðalfund og gera grein fyrir álti stjórnar í þeim efnum samþykkt.
III.    Tekin var upp umræða frá síðasta fundi um laganefnd.  Ákveðið að leggja til við aðalfund að þrír fulltrúar sætu í laganefnd og kölluðu til sín sjálfboðaliða og sérfræðingar eftir þörfum og verkefnum nefndarinar.
IV.    Framkvæmdastjóri mælti fyrir tillögu um að stjórn gerði tillögu til aðalfundar um fjármögnun málsvarastarfs. Tillagan samþykkt og framkvæmdastjóra falið að styrkja greinargerðina með tillögunni.
V.    Formaður kynnti tillögu sína að starfsreglum stjórnar.  Var gerður góður rómur að tillögunni og verða þær lagðar fram til samþykktar á næsta fundi stjórnar.
VI.     Næsti fundur stjórnar var ákveðinn föstudaginn 16. maí klukkan 11:30.

8.    Íslandsspil staða mála (Einar Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið, Sólveig Reynisdóttir fór af fundi) Formaður kynnti stöðu mála er varðar umræður um eignarhald milli eigenda Íslandsspila. Samþykkt að leysa samningamenn félagsins, Kristján Sturluson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson  frá störfum sínum.    

Framkvæmdastjóra og ritara falið að ganga frá fundargerð og senda fundarmönnum.
Fundi slitið kl 19:05