Stjórnarfundur 28. mars 2014

31.3.2014

Fundargerð stjórnarfundar Rauða Krossins á Íslandi þann 28.03.2014

Fundurinn er númer 17 hjá núverandi stjórn og númer 981 frá upphafi. Fundi er slitið klukkan 19:00.

Fundarmenn
Formaður: Anna Stefánsdóttir. (Viðstaddur)
Varaformaður: Ragna Árnadóttir, (Viðstaddur)
Gjaldkeri: Einar Sigurðsson, (Viðstaddur)
Ritari: Eyrún Sigurðardóttir, (Fjarverandi)
Stjórnarmaður: Gísli Friðriksson, (Viðstaddur)
Stjórnarmaður: Halldór U. Snjólaugsson, (Fjarverandi)
Stjórnarmaður: Helgi Ívarsson, (Viðstaddur)
Stjórnarmaður: Jón Þorsteinn Sigurðsson, (Viðstaddur)
Stjórnarmaður: Sólveig Reynisdóttir, (Viðstaddur)
Stjórnarmaður: Stefán Yngvason, (Viðstaddur)
Varamaður: Guðný Bergvinsdóttir, (Viðstaddur)
Varamaður: Jónas Sigurðsson, (Viðstaddur)
Framkvæmdastjóri: Hermann Ottósson, (Viðstaddur)
Fjármálastjóri: Guðmundur Jóhannsson, (Viðstaddur)

Samþykktir og bókanir fundar

1.    Fundargerð fundar framkvæmdaráðs er til afgreiðslu.
 Fundargerð framkvæmdaráðs lögð fram til atkvæðagreiðslu og samþykkt einróma.

2.    Fjármál félagsins – eignastaða, þróun tekna og gjalda. Fjármálastjóri viðstaddur fund til að veita upplýsingar.
Gjaldkeri og fjármálastjóri greina frá stöðu eigna og þróun tekna og gjalda. Fóru yfir stöðu mála munnlega fyrir stjórn úr fortíð og nútíð ásamt framtíðarhorfum. Reksturinn og staðan góð og reksturinn í plús en framtíðarhorfur slakar. Umræður um stöðu mála áttu sér stað innan stjórnar og tillögur ræddar um stöðu varasjóðs og aðra þætti fjármálastjórnar innan Rauða krossins á Íslandi. Hagræðingar og skipulagsbreytingar ræddar og hvar/hvort sé svigrúm til að hagræða og/eða gera breytingar til að koma til móts við aukinn kostnað og/eða minna tekjuflæði ef að spár rætast sem að gjaldkeri og fjármálastjóri kynntu.  

3.    Skýrsla nefndarmanna Alþjóðasambandsins og tillögur þeirra. Minnisblað um tillögur til úrbóta lögð fram af framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri og formaður kynna tillögur nefndar á vegum Alþjóðasambandsins og útskýra hvaða vinna fer í gang til þess að innleiða breytingar eftir tilmælum nefndarinnar og/eða hvaða tillögur skal fara með fyrir aðalfund. Umræður um tillögurnar áttu sér stað innan stjórnar og almennt mikil jákvæðni með þær og nytsemi þeirra.

4.    Tillaga stjórnar til aðalfundar um tekjuskiptingu frá 2015 er til afgreiðslu.
Tillaga stjórnar um tekjuskiptingu frá árinu 2015 til aðalfundar lögð fram og athugasemda sem borist hafa. Stjórnin samþykkti tillögurnar að öðru leiti en því að við kosningu stjórnar verkefnasjóðs verði 4 stjórnarmenn tilnefndir af aðalfundi og skipaðir af stjórn og að stjórn skipi jafnframt formann hennar.   Innsendar athugasemdir um tillögu tekjuskiptinga voru ræddar innan stjórnar. Tillögurnar eru samþykktar í stjórn með breytingum og verða lagðar fyrir aðalfund 16-17 maí næstkomandi.  

5.    Undirbúningur aðalfundar er til afgreiðslu.
Farið yfir framgang aðalfundar og skipulags. Formaður leggur fram tillögu sem leggja á fyrir aðalfund um laganefnd. Minnisblað um það lagt fyrir stjórn og rætt. Orðalag tillögu um laganefnd tók ákveðnum breytingum og samþykkt í stjórn að leggja tillöguna fyrir aðalfund. Formaður leggur til tillögu um málstofur á aðalfundi sem fjalla um hvaða verkefni Rauði krossinn ætti að leggja áherslur á fram til ársins 2016 sem er samþykkt í stjórn.  

6.    Sjúkrabílar, útboð og tilboð. Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað til upplýsinga.
Kynning á tilboðs og útboðsmálum sjúkrabíla lögð fram með minnisblaði og kynnt af framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri tilkynnir að nýir sjúkrabílar eru væntanlegir til landsins.  

7.    Önnur mál.
Önnur mál eru að það er komin nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambandsins og tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi.  

Fundargerðin er lesin upp og samþykkt