Stjórnarfundur 28.02.2014

16.4.2014

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 28. febrúar 2014 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 16 fundur núverandi stjórnar og sá 980. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson (kom kl. 17.30), Guðný Bergvinsdóttir, Halldór U. Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson (fór kl.  17.10), Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.
Einnig sat fundinn Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri.

1.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 19.02.2014. Fundargerð samþykkt.

2.    Samningur við innanríkisráðuneytið um réttargæslu fyrir hælisleitendur, lokadrög kynnt af  Nínu Helgadóttur, sviðstjóra Hjálpar- og mannúðarsviðs, Atla Thorsteinsyni og Áshildi Linnet og svöruðu þau fyrirspurnum fundarmanna. Hlutverk Rauða krossins byggist á grundvallar hugsjónum Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Markmið samningsins er að tryggja hlutlausa og óháða hagsmunagæslu, þ.á.m. réttaraðstoð til allra hælisleitenda í þeim tilgangi að jafnræðis og virðingu sé gætt og að hælisleitendur fái réttláta málsmeðferð. Samningurinn er til ársloka 2014 og verður sá  tími nýttur til að byggja upp betra vinnulag. Samningurinn samþykktur og framkvæmdastjóra falið að ganga frá málum við innanríkisráðuneytið.

3.    Staða á lausnamiðaðri vinnu aðila vegna ágreiningsmála. Formaður greindi frá að borist hafi drög að greinagerð frá sendinefnd Evrópuskrifstofu Rauða krossins sem fundaði fyrr í mánuðinum með fulltrúum úr stjórn landsfélagsins, deildafólki úr stjórnum á höfuðborgarsvæðinu og starfsmönnum landsfélagsins. Formaður fór lauslega yfir málið en greinagerðin verður sett í þýðingu og send viðkomandi aðilum og stjórn. Formaður greindi frá fundi sem var í gær með stjórn Rauða krossins í Reykjavík og stjórn landsfélagsins, undir stjórn Eyþórs Eðvarðssonar.
 
4.    Fagráð – starfsrammi og skipan fulltrúa. Framkvæmdastjóri kynnti markmið með stofnun fagráða, starfsramma og áherslur.  Fagráðum er ætla að vera stjórn Rauða krossins til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur á viðkomandi kjarnasviðum og vera öflugur samstarfsvettvangur sjálfboðaliða og landsskrifstofu um kjarnaverkefni félagsins. Ákveðið var að leita tilnefninga frá 5.aðilum utan félagsins í hvert fagráð.  Sex tilnefningar kæmu frá svæðum sem skiptast þannig að tveir fulltrúar koma frá höfuðborgarsvæðinu, fjórir frá deildum á landsbyggðinni.  Formaður fagráðsins væri stjórnarmaður, sem þannig tryggði sjónarmiðum fagráðs farveg innan stjórnar.
 
5.    Önnur mál

i.    Aðalfundir deilda. Formaður hvatti stjórnarmenn til að mæta á fundina.
ii.    Boðunarpróf frá Neyðarlínunni sem send eru tvisvar á ári. Mikilvægt er að fylgja prófunum betur eftir en gert er.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundargerð ritaði Guðný H. Björnsdóttir.
Fundi slitið kl. 18:18