Stjórnarfundur 10.12.2013

15.12.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI
FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi mánudaginn 10. desember 2013 kl. 11:30 í Efstaleiti 9. Þetta var 14. fundur núverandi stjórnar og sá 978. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Guðný Bergvinsdóttir, Halldór U. Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þ. Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, og Sólveig Reynisdóttir.
Forföll boðuðu: Einar Sigurðsson, Ragna Árnadóttir og Stefán Yngvason. Einnig sat fundinn Hermann Ottósson framkvæmdastjóri.

1.    Fundargerð stjórnarfundar 29. nóv. og athugasemdir við fundargerð 2. nóvember. Fundargerðirnar samþykktar.  

2.    Framkvæmda- og fjárhagsáætlanir 2014. Framkvæmdastjóri fór yfir og stjórnarfólk ræddi áætlanirnar. Áætlanirnar samþykktar.

3.    Önnur mál.
i.    Framkvæmdastjóri kynnti ný skyndihjálparveggspjöld. Stjórnarfólk þakkaði starfsfólki sérstaklega fyrir góða vinnu að nýju skyndihjálparátaki.
ii.    Framkvæmdastjóri greindi frá framkvæmdum í Húsi Rauða krossins.
iii.    Formaður greindi frá framlagi CCP til neyðarástands á Filippseyjum.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:00
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir