Stjórnarfundur 29.11.2013

12.12.2013


STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                             FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi mánudaginn 29. nóvember 2013 í Efstaleiti 9. Þetta var 13. fundur núverandi stjórnar og sá 977. frá upphafi.

Mætt: Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Halldór U. Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þ. Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir og Sólveig Reynisdóttir.
Forföll boðuðu: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Guðný Bergvinsdóttir og Stefán Yngvason.   Einnig sat fundinn Hermann Ottósson framkvæmdastjóri.

Varaformaður greindi frá ákvörðun Anh-Dao Tran um að segja sig frá störfum í stjórn Rauða krossins. Stjórn þakkaði Anh-Dao gott samstarf og störf í þágu Rauða krossins á Íslandi.

1.    Fundargerð stjórnarfundar 2. nóv. og fundargerð framkvæmdaráðs. Jón Þorsteinn gerði athugasemdir við fundargerð stjórnarfundar sem tekið verður tillit til.  Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti.

2.    Aðalfundur Alþjóðasambandsins í Sydney. Minnisblað. Framkvæmdastjóri greindi frá aðalfundi og fulltrúaráðsfundi Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem fóru fram í byrjun nóvember.

3.    Skipan nefndar um ágreiningsefni  og aðkoma Alþjóðasambandsins að málinu. Minnisblað. Varaformaður sagði frá vinnu nefndar sem skipuð hefur verið um ágreiningsmál, sem gert er ráð fyrir að ljúki störfum fyrir áramót. Einnig greindi framkvæmdastjóri frá fyrirhugaðri aðkomu Alþjóðasambandsins að málinu.

4.    Staða framkvæmda og uppsetning neyðarmiðstöðvar. Minnisblað. Framkvæmdastjóri greindi frá framvindu mála varðandi opnun Neyðarmiðstöðvar þann 10. desember næstkomandi og kynnti nýjan samning um Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem gildir til eins árs.  Jón Þorsteinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður fagnar framlagningu þessarar tillögu af hálfu framkvæmdastjóra. Vonast er til að þessi tillaga leiði til frekari sátta á milli aðila, meira samstarfs og samskipta, bæði stjórna og starfsmanna. Mikilvægt er að ná sáttum allra aðila í málinu og mun undirritaður leggja sitt af mörkum til þess að svo verði." Stjórn samþykkti samninginn og lýsti ánægju sinni með þann sáttagrunn sem í honum finnst.

5.    Dagskrá 10. desember. Minnisblað. Dagskráin kynnt.

6.    Íslandsspil – skipting tekna. Minnisblað frá Kristjáni Sturlusyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, fulltrúum Rauða krossins í viðræðuhópi um skiptingu tekna frá Íslandsspilum. Erindi Landsbjargar um að framlengja bráðabirgðasamkomulag um tekjuskiptingu innan félagsins hafnað og samþykkt að byggja skiptingu tekna á því sem samið var um í stofnsamningi Íslandsspila, eins og honum var breytt þann 10. desember 1993 og 27. janúar 1999. Einnig samþykkt að kanna með áhuga á sölu á eignarhluta SÁÁ.  Kristjáni og Jóhannesi Rúnari veitt umboð til áframhaldandi samninga með fyrirvara um samþykki stjórnar Rauða krossins.

7.    Fjárhagsáætlun 2014 kynning sviðsstjóra, og fjárhagsstaða landsskrifstofu, níu mánaða uppgjör (óafgreitt frá fundi 22. október).  Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem stjórn ræddi. Sviðsstjórar mættu til fundar og fóru yfir helstu áherslur sviða sinna. Umræður urðu um þau verkefni sem unnið er að og svöruðu sviðsstjórar fyrirspurnum. Varaformaður þakkaði sviðsstjórum og öðru starfsfólki landsskrifstofu fyrir góða vinnu við framkvæmda- og fjárhagsáætlun og tók stjórnarfólk undir það.

8.    Önnur mál
i.    Starfshópur um tekjuskiptingu. Hópurinn kynntur.

Fundi slitið kl. 18:25
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir