Stjórnarfundur 2.11.2013

12.12.2013

Fundur var haldinn í stjórn Rauða krossins á Íslandi, laugardaginn 2. nóvember 2013 í húsnæði Rauða krossins í Efstaleiti. Þetta var 12. fundur núverandi stjórnar og sá 976. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Helgi Ívarsson, Jón Þ. Sigurðsson, Sólveig Reynisdóttir, Ragna Árnadóttir, Jónas Sigurðsson, Stefán Yngvarsson, Guðný Bergvinsdóttir og Einar Sigurðsson. Einnig sat fundinn Hermann Ottósson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Forföll boðaði Anh-Dao Tran.

Formaður boðaði fundinn eftir formannafund til að fylgja eftir ályktunum fundarins. Fundur var settur klukkan 17.00.

1.     Ályktun formannafundar. Samþykkt var að fela formanni og framkvæmdastjóra í samræmi við ályktun formannafundar að skipa þriggja manna nefnd sem skýra skyldi og vinna að lausn ágreiningsefna innan Rauða krossins á Íslandi. Eins og segir í  ályktuninni þá hefur skipan og vinna þessarar nefndar ekki áhrif á uppsetningu Neyðarmiðstöðvar í samræmi við ákvörðun stjórnar frá 21. september 2013.

2.    Starfshópur um tekjuskiptingu. Samþykkt var að fela formanni og framkvæmdastjóra að leita eftir tilnefningum frá deildum í vinnuhópinn. Hópurinn skilar áliti til stjórnar fyrir 25. janúar 2014.

3.    Í umræðum kom fram það álit stjórnarmanna, að formannafundur hefði verði jákvæður sérstaklega hvað varðar þátttöku og áhuga fundarmanna á framkvæmd stefnu og framtíðarmálefnum Rauða krossins.


Annað var ekki rætt.
Fundargerð ritaði Hermann Ottósson.