Stjórnarfundur 19. apríl 2013

20.4.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI    
FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 19. apríl 2013, kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 8. fundur stjórnar og sá 972. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Guðný Bergvinsdóttir, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Halldór Snjólaugsson boðaði forföll.

1.    Fundargerð stjórnarfundar 01.03.13. Fundargerðin samþykkt.

2.    Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 06.03.13 og 10.04.13. Fundargerðirnar samþykktar með breytingum (þriðji liður undir önnur mál í fundargerð 10.04.13).

Framkvæmdastjóri og fundarritari viku af fundi.

3.    Ráðning framkvæmdastjóra. Alls bárust 105 umsóknir um starfið. Hagvangur sá um að meta umsækjendur og gerði tillögu um 17 einstaklinga sem teknir voru til nánari skoðunar. Hópurinn var síðan þrengdur í 7 einstaklinga. Síðan voru tekin viðtöl við fjóra umsækjendur í þessari viku. Lagt er til að Hermann Ottósson verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra til fimm ára.

Stjórn samþykkir að fela formanni að ganga frá ráðningu Hermanns Ottóssonar í starf framkvæmdastjóra til fimm ára.

Framkvæmdastjóri og fundarritari komu aftur til fundar.

4.    Staða á vinnu breytingahóps. Hópurinn hefur fundað tvisvar frá síðasta stjórnarfundi (alls hefur hópurinn haldið þrjá fundi), þar af einu sinni með formönnum stjórna á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn samþykkti að beina fyrst sjónum að höfuðborgarsvæðinu. Þá var einnig haldinn fundur með öllu starfsfólki félagsins. Ragna fór yfir samtal sem hún hefur átt við fulltrúa Reykjavíkurdeildar eftir fundinn. Lagði hún fram bréf frá Reykjavíkurdeild með sýn deildarinnar á framtíðina. Breytingahópurinn verður kallaður saman innan skamms með fulltrúum allra deilda á höfuðborgarsvæðina. Horft verður til tímalínu og mælikvarða og að finna leiðir fram á við með samvinnu og samstöðu með gefandi vinnu. Ragna hefur umboð stjórnar til að halda áfram á þessari braut. Fundargerðir vinnuhópsins verða sendar til allra formanna.

Ragna Árnadóttir vék af fundi kl. 17:30.

5.    Bréf frá stjórn Rauða krossins í Reykjavík þar sem óskað er eftir aðkomu að vinnuhópi um breytingar á skipulagi Rauða krossins og viðræðum um málið. Samþykkt að allar deildir á höfuðborgarsvæðiu muni eiga fulltrúa í vinnuhópnum.
 

6.    Sameiningar deilda í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð. Minnisblað lagt fram. Stjórnir sjö deilda á Norðurlandi hafa ákveðið að leggja til við framhaldsaðalfundi að sameinast í tvær nýjar deildir. Þetta eru annars vegar Húsavíkur-, Öxarfjarðar- og Þórshafnardeild sem hyggjast sameinast í deild undir nafninu Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu og hins vegar Akureyrar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðardeild sem hyggjast sameinast undir nafninu Rauði krossinn við Eyjarfjörð. Gert er ráð fyrir að stofnfundir hinna sameinuðu deilda verði haldnir í maí. Stjórn samþykkti sameiningu deildanna.

Einar Sigurðsson vék af fundi kl. 17:53

7.    Íslandsspil. Stjórnarmenn og fulltrúar á aðalfundi. Samþykkt að skipa Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Sólveigu Reynisdóttur og Hermann Ottósson sem aðalmenn og Pálín Helgadóttur, Stefán Yngvason og Guðmund Jóhannsson sem varamenn í stjórn Íslandsspila. Stjórnarfólk hvatt til að mæta

á    aðalfundinn. Samþykkt að stjórnarmenn verði fulltrúar á aðalfundi. Ef fulltrúafjöldinn er ekki uppfylltur með því er framkvæmdastjóra falið að skipa viðbótarfulltrúa.

8.    Breytingar á framkvæmdaáætlun varðandi Göngum til góðs. Minnisblað. Í kjölfar skoðanakönnunar meðal deilda samþykkir stjórn að ekki verið farið í slíka söfnun í haust eins og gert var ráð fyrir í framkvæmdaáætlun. Áhersla verði frekar lögð á afmælisár félagsins á næsta ári og fjármunir sem ætlaðir voru til söfnunarinnar nýttir í það.

9.    Önnur mál.

a.    Kynntar lauslega niðurstöður úr netkönnun meðal sjálfboðaliða félagsins.

b.    Ræddar þreifingar um málefni Íslandsspila sem nú eiga sér stað við innanríkisráðuneyti og Happdrætti HÍ.

Fundi slitið kl. 18:15
Fundargerð ritaði Guðný H. Björnsdóttir