Stjórnarfundur 17. maí 2013

24.5.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                        
FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 17. maí 2013 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 9. fundur stjórnar og sá 973. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Guðný Bergvinsdóttir, Halldór U. Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þ. Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðaði Anh-Dao Tran. Einnig sátu fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri, Hermann Ottósson verðandi framkvæmdastjóri og Guðmundur Jóhannsson fjármálastjóri.

Formaður óskaði eftir að breyta röðun dagskrárliða og var það samþykkt.

1.    Fundargerð stjórnarfundar 19. apríl 2013. Fundargerðin samþykkt.

2.    Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 19.04.13 og 06.05.13. Fundargerðirnar samþykktar.

3.    Endurskoðuð áætlun 2013. Fjármála- og framkvæmdastjórar fóru yfir áætlunina. Ljóst er að afkoma verður svipuð og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Endurskoðuð rekstraráætlun 2013 samþykkt.

4.    Áætlun vegna afmælisársins. Formaður fór yfir áætlunina. Samykkt tillaga framkvæmdaráðs um að ráðstafa 20 millj. króna í skyndihjálparherferð í tengslum við afmælisárið.  Framkvæmdastjóra falið að ráða verkefnisstjóra til að starfa að verkefninu.

5.    Nýkjörinn formaður URKÍ kynnir starfið. Hekla Sigurðardóttir formaður URKÍ fór yfir starfið framundan. Formaður URKÍ hvatti stjórnarfólk til að hafa samband við URKÍ fólk í netföngin: [email protected] eða [email protected]  

6.    Umboð framkvæmdaráðs í sumar vegna Íslandsspila. Óskað hefur verið eftir viðræðum um skiptingu tekna Íslandsspila. Komi til þess að gerður verði nýr samningur um skiptingu tekna í sumar hefur framkvæmdaráð umboð stjórnar til að afgreiða slíkan samning eftir að hafa kynnt hann stjórnarfólki.

7.    Staða á vinnu breytingahóps. Formaður vinnuhópsins fór yfir mál og mun senda fundargerð hópsins á stjórnarfólk og formenn deilda.

8.    Kjör í deildarstjórnir sem ekki eru í samræmi við lög Rauða krossins. Bréf hefur verið sent öllum deildum sem um ræðir og farið fram á að gerðar verði ráðstafanir til að skipan deildarstjórna sé í samræmi við lög félagsins. Svör bárust frá fjórum deildum. Framkvæmdaráði falið að gera tillögu til stjórnar varðandi þær deildir sem ekki fara að lögum félagsins.

9.    Samstæðureikningur 2012. Theodór S. Sigurbergsson frá Grant Thornton endurskoðun hf. fór yfir ársreikning. Að loknum umræðum var reikningurinn samþykktur. Starfsfólki landsskrifstofu þökkuð vel unnin störf við gerð reikningsins.


10.    Önnur mál.

i.    Reikningur og ársskýrsla verða send til deilda í næstu viku. Ársskýrsla er einungis gefin út til að dreifa til deilda en annars aðgengileg á vef félagsins.
ii.    Framkvæmdastjóri, Kristján Sturluson, þakkaði stjórn Rauða krossins gott samstarf sl. átta ár, en þetta var síðasti stjórnarfundur hans.  Formaður þakkaði Kristjáni einnig gott samstarf á liðnum árum.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:40
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir