Stjórnarfundur 1. mars 2013

18.4.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI  

FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 1. mars 2013, kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 7. fundur stjórnar og sá 971. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Gísli Friðriksson, Halldór Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson,  Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Fjarvist boðuðu: Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Jónas Sigurðsson og Ragna Árnadóttir. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.


1.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 14.02.12. Fundargerðin samþykkt.

Gísli Friðriksson mætti til fundar.

2.    Áframhald vinnu við skipulagsbreytingar. Samþykkt að eftirtalið stjórnarfólk deilda taki sæti í vinnuhópi um skipulagsbreytingar í samræmi við samþykkt formannafundar: Bryndís Ásta Birgisdóttir, Súgandafjarðardeild, Halldór Valdimarsson, Húsavíkurdeild, Hrund Snorradóttir Vopnafjarðardeild, Sigmar Georgsson, Vestmannaeyjadeild, Oddrún Kristjánsdóttir, Reykjavíkurdeild og Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir, Kópavogsdeild.

„Undiritaður vill að fært verði til bókar að hann greiði ekki atkvæði með tillögu um skipan viðbótarfulltrúa í vinnuhóp um  áframhaldandi skipulagsvinnu sem lögð var fyrir stjórn föstudaginn 1. mars eins og hún er lögð fram.
Undiritaður telur að ekki sé farið að samþykkt formannafundar að fjölga fulltrúum deilda inn í vinnuhópinn og er það  óskiljanlegt. Er það gagnrýnt að stjórnir deilda séu ekki hafðar með í ráðum um hverjir séu fulltrúar deilda, með því að samþykkja þá fulltrúa eða varafulltrúa þeirra í stað.
                            Jón Þorsteinn Sigurðssson.“
Helgi Ívarsson vék af fundi kl. 17:00

3.    Tillaga afmælisnefndar um þema 90 ára afmælisársins. Tillaga afmælisnefndar um að leggja sérstaka áherslu á skyndihjálp á afmælisárinu samþykkt.

4.    Viðræður við samstarfsaðila í Íslandsspilum vegna tekjuskiptingar. Samþykkt að Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Kristján Sturluson taki sæti í viðræðunefndinni.

5.    Fundargerð formannafundar 02.02.13. Engar athugasemdir voru gerðar.

6.    Önnur mál.
i.    Formaður tilkynnti að framkvæmdastjóri væri á förum í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs hjá Hafnarfjarðarbæ. Samþykkt að formaður, Sólveig Reynisdóttir og Einar Sigurðsson fari fyrir ráðningarferli nýs framkvæmdastjóra og geri tillögu til stjórnar 19. apríl næstkomandi. Stjórn óskar framkvæmdastjóra velfarnaðar í nýju starfi.
ii.    Bréf starfsfólks þriggja deilda á höfuðborgarsvæðinu með ósk um nánara samstarf við stefnumótun og skipulagsbreytingar lagt fram. Stjórn hefur þegar boðað allt starfsfólk félagsins á fund þann 8. apríl næstkomandi.
iii.    Rekstrarforsendur landsskrifstofu. Framkvæmdastjóri greindi frá fækkun stöðugilda og lækkun starfshlutfalla á skrifstofunni sem er einn liður í að forsendur landsskrifstofu um hallalausan rekstur standist árið 2014.
iv.    Happdrættisfrumvarp. Forsenda fyrir stuðningi Rauða krossins og Landsbjargar við frumvarpið er að jafnræðis sé gætt milli Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands.  
v.    Gísli greindi frá að starfsmaður Rauða krossins í Mosfellsbæ er að hætta og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort verður ráðið í starfið.
vi.    Rætt um árshátíðir.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
Fundi slitið kl. 19:15