Stjórnarfundur 2. febrúar 2013

11.2.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                 FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 2. febrúar að loknum formannafundi í Efstaleiti 9. Þetta var 6. fundur stjórnar og sá 970. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Fjarvist boðuðu: Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gísli Friðriksson, og Jónas Sigurðsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Niðurstöður formannafundar. Formaður þakkaði stjórnarfólki fundarsetu á árangursríkum formannafundi sem var að ljúka. Unnið verður áfram í samræmi við tillögu stjórnar sem samþykkt var á formannafundinum.

2.    Tillaga til deilda um framtíðarskipulag félagsins. Samþykkt tillaga formannafundar verður send formönnum deilda.

3.    Önnur mál.
i.    Fundargerð formannafundar í nóvember lögð fram.
ii.    Aðalfundir deilda framundan. Framkvæmdaráði falið að undirbúa innlegg stjórnarmanna á fundunum.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
Fundi slitið kl. 15:55