Stjórnarfundur 1. febrúar 2013

11.2.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI
FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 1. febrúar kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 5. fundur stjórnar og sá 969. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Fjarvist boðuðu: Anh-Dao Tran, Gísli Friðriksson, Halldór Snjólaugsson, og Jónas Sigurðsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 25.01. og 31.01.13. Fundargerðirnar voru samþykktar.

2.    Undirbúningur fyrir til formannafund. Formaður lagði til að stjórn samþykkti, í ljósi niðurstaðna funda með deildum og ábendinga sem þær hafa sent inn, að tillaga stjórnar um skipulagsbreytingar sem send var deildum 19. jan sl. verði ekki lögð fram til afgreiðslu á formannafundi á morgun, 2. febrúar. Eftir innlegg formanns á fundinum verður opnuð mælendaskrá þar sem formönnum gefst tækifæri á að tjá sig. Þá verður hópvinna (raðað í hópa fyrirfram). Gert er ráð fyrir að starfsfólk ræði saman í sér hópi ásamt gjaldkera félagsins. Var það samþykkt.

Samkvæmt 9. gr. laga félagsins eiga rétt til setu á á formannafundi formenn allra deilda, stjórn, formaður URKÍ og formenn deildaráða. Hefð hefur skapast fyrir því að framkvæmdastjórar deilda og sviðsstjórar landsskrifstofu sitji fundina sem áheyrnarfulltrúar. Stjórn sammála um að þetta fyrirkomulag sé tekið sér til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt: Stjórn Rauða krossins á Íslandi samþykkir að í umræðu og vinnu við að móta framtíðarskipulag félagsins skapi stjórnin sérstakan vettvang til að fá fram sjónarmið starfsfólks félagsins og deilda þess. Öllu starfsfólki Rauða krossins verði boðið að taka þátt. Gert er ráð fyrir að þessari samráðsvinnu ljúki á vormánuðum 2013.

3.    Önnur mál.
i.    Athugasemdir og tillögur deilda að nýju skipulagi lagðar fram.
ii.    Bréf frá framkvæmdastjóra Rauða krossins í Reykjavík, dags. 01.02.13 þar sem óskað er eftir því að starfsmaður deildarinnar kynni tillögu stjórnar Reykjavíkurdeildar. Í ljósi 9. gr. laga félagsins ákvað stjórn að verða ekki við þeirri beiðni enda brýnt að stjórnarfólk mæli fyrir tillögum sínum.

Framkvæmdastjóri og fundarritari viku af fundi.

iii.    Umræða um störf stjórnar.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
Fundi slitið kl. 19:00