Stjórnarfundur 18. janúar 2013

23.1.2013

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                 
FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 18. janúar kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 4. fundur stjórnar og sá 968. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Guðný Bergvinsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 11.12.12., 19.12.12 og 09.01.12. Fundargerðirnar samþykktar.

2.    Formaður URKÍ (sbr. 1. málsgr. 26. gr. laga Rauða krossins). Minnisblað. Þar sem formaður URKÍ átti ekki heimangengt ræddi hún við stjórnarfólk á fjarfundi. Farið var yfir ýmsa þætti og áréttað um kynjahlutfall í URKÍ.

3.    Áætlun 2013. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2013 rædd og samþykkt.

4.    Dagskrá formannafundar. Minnisblað. Dagskráin samþykkt.

5.    Tillaga til formannafundar um skipulag félagsins. Minnisblað. Tillagan rædd og samþykkt. Ákveðið að senda hana öllum formönnum deilda á morgun, 19.01.2013.

Einar yfirgaf fund kl. 17:30

Helgi Ívarsson lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður hefur efasemdir um ágæti þess að fækka deildum á þann hátt sem felst í tillögu að skipulagsbreytingum. Virkni á hverjum stað sem byggir á sjálfboðnu starfi gæti lagst niður með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir starf og virkni Rauða krossins á Íslandi.
Á næsta ári verður haldið upp á 90 ára afmæli landsfélagsins og tel ég áætlaða tímaáætlun skipulagsbreytinganna ekki raunhæfa í ljósi þess. Við ættum að nýta krafta deildanna um landið til að afla félaginu fjár og félaga á afmælisárinu í stað þess að draga úr virkni og segja upp þeim sjálfboðaliðum sem við höfum nú starfandi.
Undirritaður er því mótfallinn framkominni tillögu eins og hún liggur fyrir.“

6.    Reglur um meðferð á brottvísun úr félaginu skv. 5. málsgr. 4. gr. Minnisblað. Samkvæmt 4. gr. l. félagsins ber stjórn að setja reglur er taka til brottvísunar úr félaginu. Reglurnar samþykktar, sjá viðhengi.

Ragna yfirgaf fund kl. 18:50

7.    Reglur um viðurkenningar skv. 5. gr. Samkvæmt 5. gr. laga félagsins ber stjórn að setja reglur sem lúta að viðurkenningum. Reglurnar samþykktar, sjá viðhengi.

8.    Önnur mál.
i.    Bréf frá Rauða krossinum á Vopnafirði lagt fram. Þar er óskað eftir að stjórn félagsins leggi tillögu deildarinnar um deildafyrirkomulag Rauða krossins fyrir formannafund. Stjórn getur ekki orðið við þeirri beiðni. Framkvæmdastjóra falið að svara deildinni.
ii.    Heimsóknir stjórnarmanna til deilda. Samþykkt að stjórnarfólk skipti með sér að heimsækja deildir fyrir formannafund til að kynna tillögu stjórnar um skipulagsbreytingar á félaginu.  
iii.    Sjúkrabílar. Greint frá nýju útboði á sjúkrabílum.
iv.    Jólaaðstoð.  Lagt fram minnisblað um aðstoð deilda fyrir jól 2012, þar sem fram kemur að aðstoðin hefur dregist saman milli ára.
v.    Greint frá því að happdrættisfrumvarp innanríkisráðherra var lagt fram á Alþingi í vikunni.Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsögn félagsins við frumvarpið.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.19:45
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir

Reglur um viðurkenninar

Reglur um meðferð brottvísunar