Stjórnarfundur 23. 11. 2012

27.11.2012

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                 

FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 23. nóvember 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 3. fundur stjórnar og sá 967. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gísli Friðriksson, Guðný Bergvinsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  
Forföll: Helgi Ívarsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 14.11.12. Fundargerðin samþykkt.

2.    Fundargerð stjórnarfundar 13.10.12. Fundargerðin var samþykkt.

3.    Framtíðarhorfur og umræða á formannafundi. Formaður fór yfir framkvæmd formannafundar á morgun.

4.    Reglur um framsetningu reikningsskila deilda skv. 2. málsgr. 15. gr. og um hvernig reikningar skulu færðir, framsettir og endurskoðaðir og um skýrslugerð deilda og deildarráða til landsskrifstofu skv. 5. málsgr. 22. gr. Minnisblað. Framkvæmdastjóri fylgdi reglunum úr hlaði og voru þær að því loknu samþykktar.

5.    Erindi frá Grindavíkurdeild vegna tekjuskiptingar. Í ljósi sérstakra aðstæðna er beiðni deildarinnar samþykkt. Stjórn ítrekar þá afstöðu sína að allar undanþágur verða túlkaðar þröngt.

6.    Áætlanir 2013. Sviðsstjórar fóru yfir helstu áherslur sviða sinna og framkvæmdastjóri fór yfir rekstraráætlun. Umræður urðu um þau verkefni sem unnið er að og svöruðu sviðsstjórar fyrirspurnum stjórnarfólks. Formaður þakkaði sviðsstjórum og öðru starfsfólki fyrir góða vinnu við framkvæmdaáætlun og tók stjórnarfólk undir það.

Einar yfirgaf fund kl. 18:45
7.    Önnur mál.

i.    Erindi frá Hafnarfjarðardeild um halla á áætlun deildarinnar fyrir 2013. Stjórn samþykkti að beina til deildarinnar að endurskoða áætlun sína með það að markmiði að hallinn verði ekki meiri en tvö prósent.

ii.    Sameining deilda.  Á aukaaðalfundum Rauða krossins í Garðabæ annars vegar og á Álftanesi hins vegar, sem haldnir voru 19. nóvember var samþykkt að sameina deildirnar frá og með næstu áramótum að fengnu samþykki stjórnar Rauða krossins á Íslandi skv. 2. málsgr. 17. gr. í lögum félagsins. Stjórn samþykkti sameininguna.

iii.    Erindi frá Rauða krossinum í Breiðdal um halla á áætlun næsta árs. Stjórn samþykkti að beina til deildarinnar að leita leiða til að lækka kostnað þar sem svo mikill halli er ekki ásættanlegur.

iv.    Erindi frá Klausturdeild með endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Stjórn samþykkti endurskoðaða fjárhagsáætlun.

v.    Erindi frá Rauða krossinum á Akureyri með hugmynd um kaup á húsnæði. Framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsfólk Rauða krossins á Akureyri.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir