Stjórnarfundur 13.10.2012

20.10.2012

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI

FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi laugardaginn 13. október 2012 kl.15:40, að loknum framhaldsaðalfundi Rauða krossins, á Hótel Reykjavík Natura. Þetta var 1. fundur stjórnar og sá 965. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Helgi Ívarsson og Gísli Friðriksson.  Forföll boðuðu: Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Stefán Yngvason og Jónas Sigurðsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.

1.    Verkaskipting stjórnar. Formaður bauð nýtt stjórnarfólk, þau Guðnýju Bergvinsdóttur, Gísla Friðriksson og Helga Ívarsson velkomin. Formaður gerði að tillögu sinni að Einar Sigurðsson verði gjaldkeri og Eyrún Sigurðardóttir ritari stjórnar. Samþykkt. Einnig samþykkt að þau Einar og Eyrún taki sæti í framkvæmdaráði ásamt formanni og varaformanni (sem sitja í ráðinu skv. 5. málsgr. 8. gr. laga félagsins).

2.    Önnur mál. Formaður sagði að fljótlega yrði boðað til fyrsta fundar nýrrar stjórnar og að hennar biðu stór verkefni, s.s. að ræða um framtíðarform á rekstri félagsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir