Stjórnarfundur 9. 11. 2012

14.11.2012

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                   

FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi föstudaginn 9. Nóvember 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 2. fundur stjórnar og sá 966. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Gísli Friðriksson, Guðný Bergvinsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Helgi Ívarsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason.  Forföll boðaði: Eyrún Sigurðardóttir og Jónas Sigurðsson. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.


1.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 30.10.12. Fundargerðin samþykkt.

2.    Starfshættir og verkefni stjórnar. Formaður fór yfir verklag í stjórn.

3.    Tillaga stjórnar Verkefnasjóðs. Lagt fram minnisblað og formaður stjórnar Verkefnasjóðs gerði grein fyrir tillögu stjórnarinnar.  Tíu deildir og eitt deildaráð sækja um fjármagn vegna verkefna næsta ár. Tillögur stjórnar Verkefnasjóðs samþykktar.

4.    Framtíðarhorfur og umræða á formannafundi. Kynnt staða félagsins og ræddar hugmyndir að nýju skipulagi. Ákveðið að fela framkvæmdaráði og form. Reykjavíkurdeildar að vinna hugmyndirnar nánar fyrir næsta stjórnarfund og formannafund.

Einar, Guðný og Sólveig yfirgáfu fund.

5.    Ósk frá Akureyrardeild um undanþágu fyrir stjórnarmenn sem verktaka (leiðbeinendur í skyndihjálp). Með tilliti til aðlögunar að nýjum lögum félagsins samþykkir stjórn almenna undanþágu til leiðbeinenda deildarinnar fram að næsta aðalfundi hennar en eftir það verði hún að hámarki tvö námskeið á hvern leiðbeinanda.

6.    Staða í samningum um sjúkrabíla. Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi með ráðherra.

7.    Önnur mál.

i.    Ósk Klausturdeildar um að reka deildina með halla á næsta ári.  Framkvæmdastjóra falið að svara deildinni á þann hátt að áætlaður halli sé ekki ásættanlegur.  
ii.    Stjórnarseta í Alþjóðasambandinu. Röðin er komin að Íslandi að bjóða sig fram fyrir hönd Norðurlandafélaganna. Samþykkt að ekki verði um framboð að ræða að þessu sinni .
iii.    Breyting á ráðstöfun biðreikninga vegna alnæmis. Stjórn samþykkti breytinguna.
Stefán yfirgaf fund.
iv.    Ósk Reykjavíkurdeildar um að reka deildina með halla á næsta ári. Stjórn samþykkti beiðnina en framkvæmdastjóra falið að beina því til deildarinnar að skoða kostnað við stjórnsýslu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 19:25
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir