Stjórnarfundur 8. 9. 2012

15.9.2012

STJÓRN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI                               

Fundur í stjórn Rauða krossins á Íslandi laugardaginn 8. september 2012 kl. 10:15 í Holti í Önundarfirði. Þetta var 16. fundur stjórnar og sá 963. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu: Einar Sigurðsson, Ragna Árnadóttir og Ágústa Ósk Aronsdóttir. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.  
1.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 29.08.12. Fundargerðin samþykkt.

2.    Tillaga að tekjuskiptakerfi. Minnisblað. Athugasemdir bárust frá átta deildum og vörðuðu flestar kröfuna um skyndihjálparþekkingu stjórnarfólks. Í ljósi þeirra var ákveðið að miða við fjögurra stunda námskeið í skyndihjálp. Tillagan verður send út til deilda til afgreiðslu á framhaldsaðalfundi.

3.    Tillaga að reglum um fjáröflun. Minnisblað. Athugasemdir bárust frá fimm deildum sem tekið var tillit til. Tillagan verður lögð fyrir framhaldsaðalfund.

4.    Drög að reglum um deildaráð og samstarf deilda. Minnisblað. Reglurnar samþykktar og verða sendar deildum.

5.    Afmælisnefnd. Málinu frestað.

6.    Framhaldsaðalfundur 13. október. Framkvæmdastjóri greindi frá undirbúningi fundarins og kynnti áhersluverkefni næstu tveggja ára.

7.    Tillaga kjörnefndar. Kjörnefnd hefur ekki lokið störfum.

8.    Önnur mál.
i.    Íbúð á Lokastíg. Fulltrúi Hjartaheilla sem á íbúðina með Rk hefur viðrað áhuga á að selja íbúðina. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir

9.    Vinnufundur (kl. 13:30)
i.    Áherslur og forgangsröðun verkefna.
ii.Framkvæmd nýrra laga.
iii.Hagræðing 2013 og 2014.
iv.Önnur mál