Stjórnarfundur 10.07.2012

24.7.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                         FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands laugardaginn 10. júlí 2012 kl. 14:00 í Efstaleiti 9. Þetta var 15. fundur stjórnar og sá 962. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu: Ágústa Ósk Aronsdóttir, Jón Þorsteinn Sigurðsson og Sólveig Reynisdóttir. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. 

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 04.07.12. Fundargerðin samþykkt.

Tillaga að tekjuskiptakerfi. Minnisblað. Stefán fylgdi tillögunni úr hlaði. Tillagan samþykkt og send deildum til kynningar og kallað eftir athugasemdum.

Tillaga að áhersluverkefnum. Minnisblað. Tillagan samþykkt og verður lögð  fyrir framhaldsaðalfund í haust.

Tillaga að reglum um fjáraflanir. Minnisblað. Einar fylgdi tillögunum úr hlaði. Samþykkt að senda reglurnar í umsagnarferli hjá deildum.

Framhaldsaðalfundur, dagskrá og fyrirkomulag. Fyrirkomulag og dagskrá aðalfundar 13. október samþykkt.

Einar yfirgaf fund kl. 15:00

Tími og staðsetnig aðalfundar 2014. Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli sínu árið 2014. Af því tilefni var lagt til að aðalfundur félagsins ásamt sérstökum hátíðarfundi verði haldinn í Hörpu 16. og 17. maí 2014. Ákvörðunin kynnt á framhaldsaðalfundi.

Samningur um sjúkrabílareksturinn. Minnisblað. Framkvæmdastjóra falið að halda málinu áfram og framkvæmdaráði veitt umboð til að samþykkja samning þegar hann liggur fyrir.

Drög að reglum um deildaráð og samstarf deilda. Minnisblað. Samþykkt að  senda reglurnar deildum til umsagnar.

Verklagsreglur um verkefnasjóð og skipan stjórnar sjóðsins. Minnisblað. Reglur um verkefnasjóð samþykktar og ný stjórn sjóðsins skipuð. Stjórnina skipa Stefán Yngvason, sem er formaður, og Sólveig Reynisdóttir, fulltrúar stjórnar, Ágústa Gísladóttir frá Grindavíkurdeild og Málfríður Björnsdóttir frá Héraðs- og Borgarfjarðardeild.

Samstarfsyfirlýsing Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins. Minnisblað. Svohljóðandi tillaga samþykkt: Stjórn Rauða krossins samþykkir að veita framlag úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar til að standa undir kostnaði vegna framkvæmdastjóra Landsnefndar um mannúðarrétt til loka árs 2015. Um er að ræða allt að 20% starf og er kostnaður áætlaður um ein og hálf milljón króna á ári eða alls fjórar og hálf milljón króna fyrir árin 2013 til 2015.

Árgjald 2013 og 2014. Samþykkt að leggja til við framhaldsaðalfund að árgjald 2013 verði 2.200 kr. og 2.400 kr.árið 2014.

Verkefni í Malaví. Lagt fram minnisblað og framkvæmdastjóri reifaði viðræður sem eru í gangi við malavíska Rauða krossinn..

Fundargerð aðalfundar og mat fundarmanna. Fundargerðin lögð fram ásamt mati aðalfundarfulltrúa á fundinum í maí sl.

Lög um Rauða krossinn.  Ekki eru líkur á að náist að setja lög um Rauða krossinn á þessu þingi. Vonir standa til að ákvæði um vernd merkisins verði sett inn í hegningarlög og að sér lög um Rauða krossinn verði sett á afmælisárinu árið 2014.

Grunnnámskeið á netinu. Framkvæmdastjóri kynnti nýtt grunnnámskeið fyrir sjálfboðaliða sem liggur frammi á heimasíðu félagsins.

Íslandsspil, kynningarmál. Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að nýrri kynningu Íslandsspila.

Önnur mál.
Kennslumyndband fyrir heimsóknarvini. Framkvæmdastjóri kynnti.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir