Stjórnarfundur 08.06.2012

12.6.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                        FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands laugardaginn 8. júní 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 14. fundur stjórnar og sá 961. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Esther Brune, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Halldór Snjólaugsson, Sigríður Magnúsdóttir og Stefán Yngvason. Forföll boðuðu: Ágústa Ósk Aronsdóttir, Einar Sigurðsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir og Sólveig Reynisdóttir. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. 

1.    Fundargerð stjórnarfundar 19. maí. Formaður vék út af dagskrá og lagði fyrir fundargerð síðasta stjórnarfundar. Fundargerðin samþykkt.
2.    Fundargerð framkvæmdaráðs frá 01.06.12. Fundargerðin samþykkt.

3.    Tímasetningar funda júlí 2012 til júní 2013. Farið yfir tímasetningar funda næsta árs og þær samþykktar.

4.    Reglur um merkið skv. 3. málsgr. 2. gr. Samkvæmt nýsamþykktum lögum setur stjórn reglur um merkið. Reglur um merkið samþykktar.

5.    Verklagsreglur fyrir framkvæmdaráð  skv. 5. málsgr. 8. gr. Samkvæmt nýsamþykktum lögum felur stjórn framkvæmdaráði að sinna ákveðnum verkefnum. Verklagsreglur um framkvæmdaráð samþykktar.

6.    Áætlun um starfið í sumar. Áætlun um starf sumarsins samþykkt.

7.    Fjölsmiðja á Selfossi. Borist hefur bréf frá félagsmálastjóra Árborgar þar sem óskað er eftir samstarfi og framlagi til stofnunar Fjölsmiðju. Framkvæmdastjóra falið að svara félagsmálastjóra þess efnis að Rauði krossinn hefur dregið úr aðkomu sinni að Fjölsmiðjum en býður fram ráðgjöf við að koma verkefninu af stað.

8.    Húsnæðismál. Samþykkt að skipa samstarfshóp sem vinni að því að finna hentugt húsnæði fyrir landsfélagið og Reykjavíkurdeild. Í hópnum sitja formaður og Sólveig Reynisdóttir fyrir hönd stjórnar og Stefán Yngvason og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá Reykjavíkurdeild. Auk þeirra sitja framkvæmdastjórar landsfélagsins og Reykjavíkurdeildar í samstarfshópnum. Framkvæmdaráði veitt umboð til að selja fasteignina Efstaleiti 9.

Sigríður Magnúsdóttir yfirgaf fund kl. 18:00

9.    Aðalfundur 2012. Rætt um framgang aðalfundarins sem þótti takast vel.

10.    Önnur mál.
i.    Fundur með formanni og framkvæmdastjóra Landsbjargar. Formaður og framkvæmdastjóri áttu fund með formanni og framkvæmdastjóra SL þar sem rædd voru málefni Íslandsspila. Einnig var rætt um aðkomu félaganna að Almannaheillum. Formanni falið að tilnefna fólk í vinnuhóp til viðræðna um málið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir