Stjórnarfundir 18. og 19. maí 2012

23.5.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 18. maí 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 12. fundur stjórnar og sá 959. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Ágústa Ósk Aronsdóttir og Halldór Snjólaugsson boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.  
1.    Endurskoðuð áætlun.  Framkvæmdastjóri fór yfir áætlunina. Ljóst er að halli er minni en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Áætlunin samþykkt.

2.    Tillaga til aðalfundar um kjörnefnd. Verði ný lög samþykkt á aðalfundi þarf aðalfundur að kjósa nýja kjörnefnd. Úlfar Hauksson, fyrrum formaður gefur kost á sér til formennsku í kjörnefnd til fjögurra ára. Ingibjörg Ásgeirsdóttir gefur kost á sér í nefndina til fjögurra ára og Margrét Lilja Vilmundardóttir og Pétur Karl Kristinsson til tveggja ára sem aðalmenn og Ágústa Gísladóttir og Helga Gísladóttir til tveggja ára sem varamenn.

3.    Tillaga til aðalfundar um siðanefnd. Verði ný lög samþykkt þarf aðalfundur að kjósa siðanefnd. Hörður Högnason hefur samþykkt að taka að sér formennsku nefndarinnar og núverandi fulltrúar samþykkt að gefa kost á sér áfram.

4.    Hugmynd að peningaskiptakerfi til kynningar á aðalfundi. Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir að kerfinu. Stjórn samþykkti að kynna tillögurnar á aðalfundi á morgun og að á næstu vikum verði haldnir fundir með deildum hringinn í kringum landið þar sem tillögurnar verða ræddar.

5.    Tillaga um tímasetningu framhaldsaðalfundar. Verð ný lög samþykkt þarf að boða til framhaldsaðalfundar í haust. Samþykkt að leggja til við aðalfund að fundurinn verði 13. október.

6.    Undirbúningur aðalfundar.  Undirbúningur er í eðlilegum farvegi. 43 deildir hafa tilkynnt þátttöku 110 fulltrúa. Farið yfir breytingartillögur sem sameiginleg nefnd Alþjóðaráðsins og Alþjóðasambandsins gerir við drög að nýjum lögum. Samþykkt að leggja tillögurnar fyrir aðalfundinn.

7.    Önnur mál.
i.    Sjúkraflutningar. Óhjákvæmilegt er að fara í útboð vegna kaupa á sex sjúkrabifreiðslum ekki síst þar sem sjúkrabílasjóður á uppsafnað fé til að standa undir kaupunum. Tölvupóstur barst frá velferðarráðuneytinu þar sem hnykkt er á þeirri ákvörðun ráðuneytisins að ekki verði settir meiri fjármunir í rekstur sjúkrabíla en þegar hefur verið ákveðið.
ii.    Tillaga um sölu á fasteign. Tillaga formanns félagsins og formanns Reykjavíkurdeildar um sölu fasteignar félagsins í Efstaleiti 9 og flutning landsskrifstofu og Reykjavíkurdeildar í eitt húsnæði. Stjórn samþykkti að fela framkvæmdastjóra að undirbúa sölu fasteignarinnar.
iii.    Stjórnarfundur 10. júní.  Stjórn samþykkti að næsti stjórnarfundur verði þriðjudaginn 10. júní næstkomandi kl. 14:00.
iv.    Lög um Rauða krossinn. Málið kynnt. Stjórn samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða við innanríkisráðherra um framkvæmd málsins.
Einar yfirgaf fund kl. 18:05
8.    Málefni Íslandsspila. Miklar sviptingar eru á þessu sviði. Formenn eigenda Íslandsspila funduðu með innanríkisráðherra. Þar kom fram að ráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust þar sem lagðar verða til breytingar á rekstrarumhverfi spilakassa. Erindi hefur borist frá Landsbjörgu. Formaður mun ræða efni þess við formann Landsbjargar.
Samþykkt að leggja fram ályktun um Íslandsspil á aðalfundi á morgun.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:40
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir
 
STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands laugardaginn 19. maí 2012 að loknum aðalfundi á Hótel Grand. Þetta var 13. fundur stjórnar og sá 960. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Ragna Árnadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Stefán Yngvason. Ágústa Ósk Aronsdóttir, Esther Brune og Halldór Snjólaugsson boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.  
1.    Verkaskipting stjórnar. Samþykkt að verkaskipting stjórnar verði óbreytt frá því sem verið hefur fram að framhaldsaðalfundi í október.
2.    Störf stjórnar í sumar. Samþykkt að peningaskiptanefnd starfi áfram og formanni og framkvæmdastjóra falið að skipuleggja fundaröð með deildum til að fara yfir nýtt kerfi. Formaður hefur umboð til að skipa fulltrúa í vinnuhóp eftir þörfum. Samþykkt að næstu stjórnarfundir verði 8. júní og 10. júlí.
3.    Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir