Stjórnarfundur 27.04.2012

11.5.2012

STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS                FUNDARGERÐ

Fundur í stjórn Rauða kross Íslands föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 16:15 í Efstaleiti 9. Þetta var 11. fundur stjórnar og sá 958. frá upphafi.

Mætt: Anna Stefánsdóttir, Anh-Dao Tran, Einar Sigurðsson, Eyrún Sigurðardóttir, Gunnar Frímannsson, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir og Sólveig Reynisdóttir. Forföll boðuðu: Ágústa Ósk Aronsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Ragna Árnadóttir og Stefán Yngvason. Einnig sat fundinn Kristján Sturluson framkvæmdastjóri.  Theodór Sigurbergsson og Halldór Óli Úlríksson frá Grant Thornton endurskoðun og Guðmundur Jóhannsson sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs sátu fundinn undir fyrsta lið.
1.    Samstæðureikningur ársins 2011. Theodór Sigurbergsson og Halldór Óli Úlríksson frá Grant Thornton endurskoðun hf. fóru yfir ársreikning og endurskoðunarskýrslu. Að loknum umræðum var reikningurinn samþykktur. Framkvæmdastjóra falið að fylgja eftir ábendingum endurskoðanda í endurskoðunarskýrslunni. Starfsfólki landsskrifstofu þökkuð vel unnin störf.

2.    Tillögur kjörnefndar. Tillaga kjörnefndar vegna stjórnarkjörs og kjörs skoðunarmanna reikninga á aðalfundi lögð fram. Samþykkt að leggja tillöguna fyrir aðalfund.

3.    Tillaga aðalfundar um ný lög fyrir félagið. Lagahópur hefur hist og farið yfir lagatillöguna m.t.t. ábendinga formannafundar og stjórnar. Samþykkt að tillagan verði lögð fyrir aðalfundinn.

4.    Tillögur til aðalfundar um kjörnefnd, siðanefnd og varasjóð ef ný lög verða samþykkt. Minnisblöð lögð fram. Verði ný lög samþykkt á aðalfundi þarf fundurinn að kjósa kjörnefnd og siðanefnd og setja þeim verklagsreglur sem og  að ákveða upphæð varasjóðs. Samþykkt tillaga að verklagsreglum kjörnefndar og formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við mögulega frambjóðendur til kjörnefndar. Tillaga að siðareglum og verklagsreglum siðanefndar samþykkt og formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við mögulega frambjóðendur til siðanefndar . Samþykkt að leggja til við aðalfund að  upphæð varasjóðs verði kr. 1.000.000 þús.

5.    Viðurkenningar á aðalfundi. Minnisblað frá viðurkenningarnefnd. Samþykkt að veita viðurkenningu Helgu Halldórsdóttur, Víkurdeild, og Brynju Tomer, Kópavogsdeild . Einnig eftirtöldum verkefnum: Sönghópurinn Friðarliljur hjá Grindavíkurdeild og Á flótta hjá Reykjavíkurdeild.

6.    Fulltrúar á aðalfundi Íslandsspila 23. maí. Samkvæmt samþykktum Íslandsspila á Rauði krossinn 12 fulltrúa á aðalfundinum. Aðal- og varamenn eru sex. Stjórnarfólk hvatt til að mæta á fundinn og framkvæmdastjóra falið að tilnefna fulltrúa úr hópi starfsfólks landsskrifstofu og deilda á höfuðborgarsvæðinu varðandi það sem uppá vantar.

7.    Fundargerð formannafundar. Fundargerð formannafundar samþykkt.

8.    Leiðbeiningar til deilda um framkvæmd stefnu. Leiðbeiningarnar samþykktar.

9.    Reglur um einkennisfatnað. Samþykktar reglur um einkennisfatnað.

10.    Skipan starfshóps um peningakerfi/punktakerfi. Lagt fram minnisblað með frumdrögum að peningaskiptakerfi verði ný lög samþykkt. Formanni falið að skipa vinnuhóp til að vinna tillögur að skiptingu fjár sem skili tillögum fyrir stjórnarfund 18. maí.

11.    Fundargerð aðalfundar. Lögð fram til kynningar.

12.    Sjúkraflutningar. Þrátt fyrir óformlega fundi er engin hreyfing á málinu.

13.    Deildir á áhyggjulista. Minnisblað. Umræður um fjárhagsstöðu nokkurra deilda.

14.    Ársskýrsla 2011. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að ársskýrslu félagsins.

15.    Önnur mál.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:20
Fundargerð ritaði Aðalheiður Birgisdóttir